Spennandi tímar!

Nú er eina leiðin fyrir Icelandair, ætli félagið að lifa af, að brjótast undan ofurvaldi og einokun stéttarfélagsins og semja við sínar flugfreyjur á eðilegum grundvelli. Það má auðvitað búast við mikilli rimmu við verkalýðsrekendur sem eru eflaust tilbúnir að teygja sig langt til að verja einokunarstöðu sína. Vonandi hefur félagið betur í þeim slag.


mbl.is Icelandair: Flugfreyjur höfnuðu „lokatilboðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að spennandi tímar séu framundan en þar með er allt upp talið. Þessi leið sem viðruð hefur verið er ekki fær. Flugfélagið getur ekki stofnað stéttarfélag. Hugsanlega getur félagið fengið erlenda áhöfn á sambærilegum kjörum og erlendir samkeppnisflugfélög en þá hlýtur að vakna upp sú spurning hvort yfirhöfuð sé gerlegt að halda úti þessu flugfélagi. Ef ríkið á að styrkja þennan rekstur verður að gera þá kröfu að félagið fylgi lögum og reglum innanlands á vinnumarkaði. Það eina sem ég sá hagkvæmt í að styðja félagið var að forða atvinnuleysistryggingarsjóði frá því að fá allt etta fólk inn. Nú er það ekki inn í myndinni svo þetta er búið spil.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 16:24

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Flugfélagið verður fyrst og fremst að vera samkeppnisfært. Ef það er það ekki þá munu fjárfestar ekki leggja því til fé. Flugfélagið þarf ekki að stofna neitt stéttarfélag. Það geta þeir gert sem ráða sig til starfa hjá því.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.5.2020 kl. 17:09

3 identicon

En það verður aldrei samkeppnishæft nema að ráða fólk undir lágmarkslaunum og viljum við skattgreiðendur taka þátt í þeim gjörningi. Það er miklu betra fyrir flugfreyjurnar að láta segja sér upp og fara á atvinnuleysisbætur á sömu kjörum og flugfélagið er búið að bjóða og fá sér síðan aðra vinnu.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 17:27

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég efast stórlega um að verið sé að leita eftir að ráða fólk undir lágmarkslaunum. Er ekki staðreyndin bara sú að þarna er fólk sem vinnur hálfan mánuðinn, en heimtar laun fyrir hann allan? Það hefur mér sýnst, miðað við það sem fram hefur komið.

Það getur hins vegar vel verið að það sé ekkert vit í að reka flugfélag með starfsfólk á íslenskum launakjörum yfirleitt. Og þá verður auðvitað bara að sleppa því. Þá er betra að félagið hafi heimilisfesti annars staðar en hér.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.5.2020 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 287270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband