Hverju átti Kári von á?

Kári hlýtur að vera mjög óraunsær ef hann hefur gert ráð fyrir að einstaklingarnir sem eru í atvinnbótavinnu hjá þessari nefnd myndu nokkurn tíma láta sér detta í hug að reyna að leggja eitthvað á sig til að gagnast samfélaginu.

Eins og flestallir íslenskir embættismenn líta þessir einstaklingar auðvitað fyrst og fremst á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir þeim sem reyna að koma að gagni.

Hjá þessari tilgangslausu stofnun eru skráðir 19 starfsmenn! 19! Við að gera ekki neitt! Og yfir apparatinu er svo auðvitað stjórn og varastjórn.

Allur þessi sorglegi söfnuður eflaust á fínum launum og vitanlega engar líkur á að neinn missi bitlinginn þótt efnahagslífið fari á hliðina. Og þegar verkefnunum fækkar, sem hlýtur auðvitað að gerast þegar efnahagslífið fer á hliðina? Verður einhverri afætunni sagt upp? Látum okkur ekki dreyma um það.

 


mbl.is Segir Persónuvernd fremja glæp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessar ásakanir Kára verður að lesa með hliðsjón af því að hann hefur um langt árabil verið í sjálfskipaðri krossferð gegn friðhelgi einkalífs Íslendinga.

Hvers vegna sótti hann ekki um fyrr en á föstudaginn ef það var svona brýnt? Þá hefði hann kannski ekki "þurft" að skrifa þessa pillu til Persónuverndar á sunnudegi...

Flest meðalgreint fólk veit að opinberar stofnanir eru jafnan lokaðar um helgar og Kári Stefánsson segir fátt opinberlega nema að baki því búi hans eigin markmið.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2020 kl. 19:58

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, Guðmundir. "Flest meðagreint fólk" skilur að friðhelgi helgarinnar og tækifæri til að setjast niður með kaffibolla og slappa af er miklu mkilvægar en starf sem miða að því að bjarga mannslífum.

Þú mátt vera ljóti fávitinn að sjá það ekki að það þarf stundum að láta mikilvægari hluti hafa forgang yfir helgarfrí. Ég hef alla mína starfstíð unnið vinnu sem miðar að því að veita öryggi og ég vinn helgar, á jólum, um áramót og tel það nákvæmlega ekkert eftir mér því mér finnst að öryggi fólks eigi að ganga fyrir.

Taktu þína kerfismöppu, Guðmundir, skríddu undir stein og vonaðu að einhver viti borinn bjargi þér.

Hörður Þórðarson, 22.3.2020 kl. 20:11

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eins og Hörður segir snýst þetta ekkert um friðhelgi einkalífs heldur það að afæturnar nenna ekki að vinna og hafa ekkert annað markmið en að flækjast fyrir þeim sem eru að reyna að vinna mikilvægt starf.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2020 kl. 20:23

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hörður Þórðarson. Þú virðist hafa misskilið athugasemdina. Ég var ekki að fjalla um hvort Kári hefði rétt eða rangt fyrir sér, heldur af hvaða hvötum þetta stjórnast hjá honum.

Takk fyrir þitt góða starf um helgar á jólum og um áramót við að veita öryggi. Ég vinna líka oft um helgar og á hátíðisdögum við að stuðla að öryggi heimila og einstaklinga.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2020 kl. 20:23

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri betur að embættismenn reyndu að leggja sitt af mörkum um helgar. Vangaveltur um hvatir Kára Stefánssonar koma þessu máli vitanlega ekkert við.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2020 kl. 20:49

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessir embættismenn lögðu sitt af mörkum um helgina fyrir Kára og okkur hin: Persónuvernd unnið alla helgina

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2020 kl. 11:05

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Alla helgina að einhverju sem tekur nokkrar mínútur? Trúlegt!!

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2020 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband