Húsbygging Landsbankans

Um daginn birtust af því fréttir að kostnaðaráætlanir vegna nýbyggingar Landsbankans, við hliðina á Hörpu, hefðu nú hækkað. Haft var eftir bankastjóranum að áætlað væri að sparnaður bankans vegna byggingarinnar næmi 500 milljónum árlega. Áætlaður kostnaður nú mun nema um 12 milljörðum króna. Það merkir að það tekur 24 ár að greiða fjárfestinguna til baka. Það verður að teljast ákaflega langur tími fyrir slíka fjárfestingu. (Ekki síst í ljósi þess að vitanlega er þessi áætlaði sparnaður stórlega ýktur, og byggður á óskhyggju, eins og alltaf.) Og þarna er aðeins horft á einfalda núllpunktsgreiningu. Sé fjárfestingin metin með ávöxtunarkröfu fasteignamarkaðarins eru allar líkur á að búið verði að rífa húsið áður en það hefur borgað sig upp. Jafnframt er auðvitað ljóst að bygging á þessum stað hlýtur að vera umtalsvert kostnaðarsamari en ef byggt væri á ódýrari lóð. Jafnframt virðist sem byggingin sjálf sé umtalsvert dýrari en þörf er á. Fyrir nokkrum árum var blaðafulltrúi bankans spurður hvers vegna bankinn þyrfti endilega að byggja sér höfuðstöðvar í miðbænum, þegar nóg væri að hafa af lóðum á ódýrari stöðum. "Við skilgreinum okkur sem "miðbæjarfyrirtæki"," var svarið!!!!!

Nú er Landsbankinn í eigu ríkisins. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin, og bankasýslan, láta svona furðulega ákvarðanatöku óáreitta? Hvers konar skrípaleikur er hér á ferðinni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 287322

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband