Upplýsingagjöfin er meginþröskuldurinn

Flest fólk hefur litla sem enga hugmynd um á hvaða grundvelli staðhæfingar um hlýnun loftslags af mannavöldum byggja. Í sjálfu sér er málið ekkert sérstaklega flókið, en það verður samt að útskýra það. Það dugar ekki að staðhæfa bara.

Takist ekki að skýra þetta mál fyrir almenningi, og gera almennilega grein fyrir alvarleika þess, munu falsfréttasmiðirnir og allir þeir sem lítið vit hafa, en þeim mun sterkari skoðanir, hafa betur í þessari umræðu.


mbl.is Helmingur telur fréttir af alvarleika hlýnunar réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hm, fyrst málið er í "sjálfu sér ... ekkert sérstaklega flókið" þá kannski útskýrirðu það fyrir okkur minni spámönnum sona sem snöggvast? cool

Kristján G. Arngrímsson, 18.2.2020 kl. 13:42

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hér er ágæt samantekt, til dæmis Kristján: https://www.nrdc.org/stories/global-warming-101

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 13:47

3 identicon

Þessi grein sem þú vitnar í stangast á við réttar heimildir. Það hefur oft verið mikið hlýrra en í dag. Og koltvíildi hefur aldrei orsakað hlýnun, heldur er því öfugt farið þar sem er fylgni.

Hnattræn hlýnun af mannavöldum er hugarburður. Gegndarlaus röng upplýsingagjöf breytir engu um það. Aðeins staðreyndir út frá vísindalegum mælingum eru marktækar, líkön hlýnunarsinnanna eru það ekki.

Stefán (IP-tala skráð) 18.2.2020 kl. 15:43

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hverjar eru þessar réttu heimildir sem þú vísar til Stefán?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 16:13

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Held reyndar að athugasemd Stefáns sýni einmitt í hnotskurn hvað þarna er við að fást. Skoðum staðhæfingarnar:

 

1. "Það hefur oft verið mikið hlýrra en í dag." En málið snýst auðvitað ekkert um það hvort einhvern tíma hafi verið hlýrra en í dag. Málið snýst um hraða hlýnunarinnar.

 

2. "Koltvíildi hefur aldrei orsakað hlýnun, heldur er því öfugt farið þar sem er fylgni." Hér er fullyrt að koltvíildi hafi aldrei orsakað hlýnun, jafnvel þótt löngu sé búið að rannsaka og sýna fram á nákvæmlega hvernig það gerist. Og síðan er fullyrt að þessu sé öfugt farið og vísað til fylgni. En fylgni segir nákvæmlega ekkert um orsakasamband og hefur aldrei gert, ekki ein og sér.

 

Afganginn er svo óþarfi að greina.

 

Og hvað er það sem við er að fást? Vandamálið er í grunninn það að gagnrýnin hugsun er á hröðu undanhaldi. Það eru sífellt færri og færri sem leitst við að byggja niðurstöður sínar á gögnum, röklegri hugsun og réttum skilningi á hugtökum. Og að kynna sér málin, áður en hrapað er að einhverjum niðurstöðum. Og það er ekki bara Trump að kenna og falsfréttasmiðunum. Skólakerfið á því miður drjúgan þátt í því líka.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 16:23

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er reyndar farið að kalla fyrirbrigðið "climate change" eftir að fólk almennt áttaði sig á því að ekki var að hlýna  neitt óeðlilega ef horft er til fyrri alda, og jafnvel farið að draga úr hraða hlýnunarinnar samkvæmt mælitækum kolefniskirkjunnar þó svo spálíkönin séu enn við sama heygarðshornið.

En ef þeir sem fyrir boðskapnum fara myndu nota áhrif sín í baráttu gegn þeirri gengdalausu sóun sem felst í reiknilíkani  hagvaxtarins þá fengu þeir sennileg betra skor í trúboðið, svona ef erkiklerkarnir sýndu gott fordæmi sjálfir, en þyrftu sennilega þá aðallega að skattleggja sjálfa sig.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2020 kl. 17:08

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hér kemur enn eitt dæmið um hvernig fer þegar rökhugsunin er orðin sérlega veikburða. Þá fara mótsagnirnar á kreik:

 

Orðasambandið "climate change" sem notað er m.a. um hlýnun af völdum útblásturs, á nú að hafa verið fundið upp vegna þess að í ljós hafi komið að ekki væri um neina hlýnun að ræða!

 

Kanntu fleiri?

 

Veruleikinn (sem skiptir sumt fólk auðvitað litlu máli) er sá að hugtakið climate change er einfaldlega víðara hugtak sem tekur bæði til hlýnunar og afleiðinga hennar. Global warming tekur aðeins til hlýnunarinnar sjálfrar.

 

En, endilega halda áfram að fabúlera ef menn hafa gaman af því.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 17:56

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þorsteinn, ég ætla að biðja þig um að lesa þetta innlegg frá mér aftur.

Magnús Sigurðsson, 18.2.2020 kl. 18:01

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið er alls ekki flókið þegar öllum öðrum áhrifaþáttum en einni tiltekinni dýrategund er afneitað, þar á meðal sólarorku.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2020 kl. 21:06

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Af hverju kynnir þú þér ekki málið Guðmundur? Þá kæmist þú kannski að því að í spám um þróun hitastigs er nefnilega alveg tekið tillit til sólarorku. En það hentar kannski ekki að kynna sér málið? Kannski betra að hanga eins og hundur á roði á vitleysunni þegar maður er einu sinni búinn að telja sjálfum sér trú um hana?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 22:31

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt, málið er alls ekki svo einfalt að hægt sé að skrifa það eingöngu á eina tiltekna dýrategund.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2020 kl. 22:50

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er enginn að gera það Guðmundur minn. Það er einhver óskaplega mikill misskilningur hjá þér.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2020 kl. 23:14

13 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég hef verið að kynna mér ýmislegt varðandi þennan málaflokk, lesið pistla og skoðað myndbönd á youtube. En þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð það staðhæft af spekingi að málið sé "ekkert sérlega flókið".

Sveinn R. Pálsson, 19.2.2020 kl. 16:50

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að koltvísýringskirkjan hefði gott af því að líta aðeins í eigin barm.

Hvað er búið að spá heimsendi oft undanfarin 20 ár?

Hvar eru allir loftslagsflóttamennirnir?

Eru Maldivi-eyjar enn ofansjávar og menn að flýja, eða standa þær hærra en oft áður og menn að byggja upp?

Hefur sjávarborð hækkað meira en áður einhvers staðar? Er óperuhúsið við sjávarsíðu Sidney enn á sínum stað? Háhýsi Manhattan enn ofansjávar? Strandlengja Danmerkur enn sú sama?

Hafa ísbirnir þurrkast út eða hefur þeim kannski fjölgað?

Runa spádóma sem hafa ekki ræst er orðin slík að menn hrista hausinn. 

Ef koltvísýringskirkjan ætlar að láta taka sig alvarlega, af öðrum en þeirra sem hafa hagsmuni af boðskap hennar, þá þarf hún að vanda sig aðeins í risastórum, hádramatískum yfirlýsingum. Það gæti hjálpað aðeins á trúboðið.

Geir Ágústsson, 19.2.2020 kl. 19:38

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er enginn hörgull á upplýsingum um rof Maldiveyja Geir. Né um það, hvað verið er að reyna að gera til að draga úr áhrifum þess, bara svo dæmi sé nefnt. Og gögn um hækkun sjávarborðs eru líka auðveldlega aðgengileg.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2020 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 287273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband