Hver skyldi vera rót vandans?

Framlög til Landspítalans aukast ár frá ári.

Fjármögnunin grundvallast á útreikningi meðalkostnaðar við meðhöndlun.

Verið er að byggja gríðarleg mannvirki fyrir stofnunina (á röngum stað reyndar).

Sjúklingar eru oft rangt greindir.

Afleiðingar rangra greininga eru ekki skráðar (fyrr en fréttir eru fluttar af afleiðingunum), hvort sem það er vísvitandi gert eða ekki.

Læknamistök eru mjög tíð, og oftast þögguð niður.

Áætlanagerð stofnunarinnar er í molum.

Kvartað er yfir undirmönnun.

Stéttarfélög starfsmanna virðast samt telja að fækkun vinnustunda komi ekki niður á afköstum.

Bráðadeild er yfirfull og gengur illa að koma sjúklingum þaðan á aðrar deildir, mikið til vegna þess að þær eru fullar af fólki sem ætti að vera á hjúkrunarheimilum.

Ávallt þegar vandinn er ræddur vilja stjórnendur stofnunarinnar rekja hann til fjárskorts, ekki innri flöskuhálsa eða skorts á góðu skipulagi og stjórnun.

-------------

Þetta eru nokkrar birtingarmyndir vandans. Að baki liggja væntanlega fáar, veigamiklar orsakir, sem ekki eru endilega sýnilegar á yfirborðinu.

Hér er um kerfislægt vandamál að ræða, og það verður ekki leyst nema með því að fá óháðan, til þess bæran aðila, til að greina vandamálið og finna rætur þess.


mbl.is Hugur forstjóra LSH hjá aðstandendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svo er bráðadeildum (og öðrum deildum) lokað úti á landi og allir sendir á LSH.  Hér í eyjum er 200 milljón króna skurðstofa spöruð, en í staðinn splæst í 500 milljón króna þyrlu.

Heilbrigðiskerfið er ekki rekið af neinum snillingum.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.1.2020 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband