13.8.2019 | 22:33
Maður örvæntir ...
... um framtíð tungumálsins þegar maður les svona samsetning:
"... bendir til örvæntingu..." (Læra að beygja nafnorð)
"Gjelsvik segist hafa kynnt fyrir Íslendingum þau álitamál úr umræðunni í Noregi um innleiðingu orkupakkans." (Hvaða þau álitamál? Læra að skrifa heilar málsgreinar.)
"Þessari kraftmiklu andstöðu meðal norsku þjóðarinnar, í norsku verkalýðshreyfingunni og innan fleiri stjórnmálaflokka hafa þeir reynt að hylja. (Reyna að læra að beygja fornöfn - maður hylur eitthvað, maður hylur ekki einhverju.)
"en það er undir Íslandi sjálfu að ákveða hvað skal gera" (Það sem maður ákveður er ekki undir manni, en það getur verið undir manni komið.)
"gefa eftir fyrir þrýstingi norskra stjórnmálamanna eða Evrópusambandinu" (Yfirleitt er nú talað um að láta undan þrýstingi frá einhverjum, ekki að gefa eftir fyrir þrýstingi einhverjum!!!)
Eflaust í takt við tímann að gefa líka þeim tækifæri í blaðamennsku sem ekki næðu samræmdu prófunum í íslensku, en maður þakkar samt fyrir að textinn er ekki lengri.
Bendir til örvæntingar ráðherrans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margir fréttamenn eru illa skrifandi. Hélt að kröfur forsvarsmanna blaðanna væru meiri m.t.t. kunnáttu í móðurmálinu. Eitt dæmi sem fer í taugarnar á mér er fallbeyging á Slysavarnafélaginu Landsbjörg, algengt að fréttamenn skrifi og segi Landsbjörgu. Mega taka sig á.
Helga D Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2019 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.