30.7.2019 | 13:37
Útlendingagrýlan
Útlendingagrýlan er söm við sig hér á skerinu. Banna bara útlendingum að kaupa jarðir. Þá er vandamálið leyst. En hvert var aftur vandamálið? Hversu margir ætli geti nú svarað því?
Er það til dæmis meira vandamál að hálfklikkaður rómantískur Þjóðverji kaupi hér jörð til að uppfylla draum sinn um að hokra með íslenskar rollur, en að íslenskur kaupahéðinn kaupi jörð til að stunda þar laxveiði, en nýta ekki landið að öðru leyti?
Hvert er markmiðið? Og hvað er það sem hindrar að það náist með núverandi löggjöf? Og hverju þarf þá að breyta?
Eru þetta ekki spurningarnar sem rétt er að spyrja áður en útlendingagrýlan er dregin fram í dagsljósið?
Vilja frekari hömlur á jarðakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Það er varasamt að alhæfa eins og þú gerir. Einn sá stórtækasti í uppkaupum lands hefur gert mikið af því að girða jarðir sínar. hann hefur m.a.s. gert þessa kröfu til nágranna sinna. Það er yfirgangur. Það er alþekkt víða erlendis að girða lönd og banna aðgang almennings að landinu. Hér hefur umferðarréttur almennings verið meginregla frá því lög voru fyrst sett og sögð fram á þingi. Þeim rétti má ekki glata með því að nýir jarðeigendur færi mörkin.
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 30.7.2019 kl. 16:27
Ég er ekki að alhæfa heldur er ég að spyrja gagnrýninna spurninga varðandi þá alhæfingu að þjóðerni manna ráði því hvort heppilegt sé að þeir kaupi land.
Ert þú nokkuð að alhæfa um það út frá dæminu sem þú nefnir?
Þorsteinn Siglaugsson, 30.7.2019 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.