Stórfurðulegur rekstur

Allar forsendur og ákvarðanataka sem snýr að þessum Vaðlaheiðargöngum hefur yfir sér einhvern furðulegan ævintýrablæ, svona eins og aðstandendur og stjórnendur þessa mannvirkis sveimi um utan og ofan við náttúrulögmálin, og finnist það bara alveg sjálfsagt.

Skýringarnar á því að fólk velur hagkvæmari kostinn verða sífellt langsóttari. Sífellt fáránlegra verður að lesa um undrun aðstandendanna á að fólk skuli gera það. Furðuleg vinnubrögð við innheimtu gjalda hafa síðan leitt til mikillar aukavinnu fyrir bílaleigur, sem rukkað er fyrir, en forsvarsmönnum ganganna virðist þá helst hugkvæmast að kenna bílaleigunum um minni aðsókn en þeirra eigin ákvörðunum, sem eru rótin að gjaldtöku bílaleiganna.

Hver voru ráðningarskilyrðin þegar stjórnendur og blaðafulltrúar þessa fyrirtækis voru ráðnir? Eitthvað svona kannski: "Starfsmaðurinn skal vera afar óraunsær, með framúrskarandi litla ályktunarhæfni, en einkar fær í að beita rökleysum til að koma ábyrgð á eigin ákvörðunum yfir á aðra."


mbl.is Leggja aukagjald á ógreiddar ferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Íslensk stjórnsýsla í hnotskurn!

Sigurður I B Guðmundsson, 27.7.2019 kl. 11:40

2 identicon

Hvað Vaðlaheiðarvafningavitleysuna varðar, er ég þér fullkomlega sammála Þorsteinn.

Algjört klúður frá upphafi til a.m.k. dagsins í dag.  Þverflokkalegt klúður, þar sem einkaframkvæmd var látin vera með ríkisábyrgð.

Og nú þetta með innheimtuaðferðina.

Jafnast helst á við veginn hans Steingríms að kolafabrikkunni á Bakka.  Af hverju borgum við fyrir þá sem nota hann?  En megum samt ekki nota.

Raðdómgreindarskortur og pilsfaldakapítalismi, sérgrein gjörspilltra og siðlausra þingmanna sem samþykktu dellumakaríið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.7.2019 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 287245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband