Gætu starfsmenn WOW tekið við?

Það má lesa út úr þessari frétt að SKE vonist eftir að nýir aðilar taki við rekstri WOW. Kannski gætu fyrrum starfsmenn WOW stofnað nýtt félag og keypt reksturinn út úr þrotabúinu? Þannig mætti væntanlega lágmarka tjónið.


mbl.is Eignir félagsins hverfi ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað er það sem starfsmenn ættu að kaupa?  Félagið á engar eignir, engar flugvélar.  En eflaust gæti kunnáttufólk stofnað nýtt félag frá grunni.

Kolbrún Hilmars, 28.3.2019 kl. 16:37

2 Smámynd: Freysteinn Guðmundur Jónsson

Það er ánægjulegt að starfsfólk WOW sé með vangaveltur yfir að skapa sér vinnu. Það er líka merkilegt að spá í það að SKE sé jafnvel að leggja út spil svo að svo geti orðið í skiftameðferð. En það hefur gerst áður að t.d. Arnarflug varð að Atlantic Icelandic áður en að Atlanta varð til með óvinveittum bolabrögðum og margbúið að selja það fyrirtæk. En það merkilega er að Samkepniseftirlitið átti að grípa inn í ásamt fleirum vegna rekstrarerfiðleika og óeðlilegs vaxtar WOW en er núna að segja í MBL að WOW hafi verið mikilvægur keppinautur. SKE vitnar í Iceland Express sem lækkaði fargjöld um 40% eða svo og segir að það hafi verið framhald á þessu þegar WOW tók yfir IE og halda áfram og fullyrða að þessi samkeppni og lág undirverðlögð fargjöld hafi verið til velferðar fyrir þjóðina þ.e. ferðafólk of fyrirtæki og hafi leitt til sparnaðar fyrir íslenskann almenning og fyrirtæki í landinu. SKE segir að skarð sé komið í markaðinn. Það er ekki skarð í markaðnum nema að óverulegu leiti. Skaðinn fyrir þjóðarbúið er aftur á móti mjög mikill og hinn íslenski almenningur verður að taka á sig þennan skaða með einum eða öðrum hætti.Það er líka merkilegt að SKE sé að leggja til að eignir í þrotabúi verði hafðar til afnota fyrir einhverja aðila sem hag gætu haft áhuga á, hagsmuni og gróða af á meðan eru skuldir og kröfur í þrotabú WOW óleyst. Þetta er mjög alvarleg tillaga frá SKE og sýnir að þarna eru aðilar sem ráða en eru ekki hæfir til að starfa fyrir SKE. Óheiðarleg samkeppni er ekki til almenningheilla, það segir sagan okkur. SKE á að nota starfskraft sína í allt annað og hefðu átt að láta ógert að tjá sig um þetta þrotabú. Eignir þrotabúa eru læstar inni á meðan verið er að gera upp búið. Í dánarbúum eru eigir frystar um ákveðinn tíma 3-4 mánuði ef allt gengur vel en lengur ef ekki. Vonandi verður langt í næsta íslenska VÁ flugfélag.

Freysteinn Guðmundur Jónsson, 28.3.2019 kl. 16:53

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vörumerkið er eftir sem áður verðmætt ef því verður komið aftur í rekstur fljótt.

Lendingarleyfi félagsins eru verðmæt.

Fjöldi starfsmanna væri væntanlega til í að koma til starfa hjá nýju félagi.

Tilmæli SKE eru eðlileg. Þeirra hlutverk er að stuðla að samkeppni og sé hægt að selja verðmætin út úr þrotabúinu hratt til nýs aðila styrkir það samkeppnina.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.3.2019 kl. 17:14

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fréttir herma að WOW hafi skilað inn flugrekstarleyfinu í morgun.  Engin verðmæti þar.  Spurning hvort og hver mætti nýta vörumerkið WOW.  Sennilega er það bundið í þrotabúinu, eins og Freysteinn hér að ofan bendir á.  Ekkert annað er nýtilegt.

Kolbrún Hilmars, 28.3.2019 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 287311

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband