18.3.2019 | 21:02
Mismunandi hámarkshraði er slysagildra
Það er furðuleg ráðstöfun að hafa annan hámarkshraða fyrir bíla með vagna eða hjólhýsi í eftirdragi en fyrir aðrar bifreiðar. Þetta hvetur beinlínis til framúraksturs og hann er ein helsta orsök slysa á þjóðvegunum. Það er erfitt að sjá neinar málefnalegar ástæður að baki þessu. Liggur líklega bara í þörf embættismanna fyrir óþarfa smámunasemi.
![]() |
Aulalegt að hafa skiltið ekki rétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 287959
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála væri best ef gullnareglan hámarkshraðinn væri 80 km á klukkustund fyrir öll ökutæki á vegum fyrir utan þéttbýli.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 18.3.2019 kl. 21:13
Mismunandi hámarkshraða mætti mæta með því að skylda þá hægfara til þess að víkja og hleypa lestinni framhjá sér með reglulegu millibili. Það er nefnilega ekki aðeins hraðinn sem truflar, heldur skert yfirsýn líka. Sá sem þarf að aka á eftir fyrirferðarmiklum flutningabílum/rútum/hjólhýsum langar leiðir sér ekki glóru hvað er að gerast framundan.
Kolbrún Hilmars, 19.3.2019 kl. 11:39
Þetta er ágæt hugmynd Kolbrún, en vandinn er meðal annars aá að það er ekki endilega auðvelt að víkja á þjóðvegunum. Eina vitið er sami hámarkshraði fyrir alla, hvort sem hann er 80 eða 90. Og best væri eiginlega að hafa lágmarkshraða líka. Þannig er hægt að takmarka framúrakstur og þar með slysahættu.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2019 kl. 12:05
Já, auðvitað er það vandi að ekki finnist útskot. En ég myndi telja að það væri enn hættulegra að svæfa bílstjóra fólksbílanna með því að láta þá elta afturljós stóru bílanna í blindni, svo sem alla leiðina frá Rvík til Akureyrar.
Kolbrún Hilmars, 19.3.2019 kl. 13:48
Þá er lítið annað að gera en banna stóra bíla
Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2019 kl. 11:15
Nær væri að leita lausna en banna eitthvað! :)
Kolbrún Hilmars, 20.3.2019 kl. 14:25
Nú er ég alveg týndur og hættur að hafa hugmynd um hvað þú ert að fara Kolbrún
Þorsteinn Siglaugsson, 20.3.2019 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.