Mótsagnakennt

1. Þess er krafist að skattar verði ekki lækkaðir á hátekjufólk. Þá er spurningin hvað er hátekjufólk. Meðaltekjur eru um 700 þús. Skattatillögur stjórnvalda lækka skatta upp í 900 þús. ef ég skil það rétt. Er þá fólk með tekjur undir 900 þús. hátekjufólk? Það eru þá væntanlega stórir hópar félagsmanna BSRB þar innanborðs.

2. Þess er krafist að dregið verði úr tekjutengingu barnabóta. En er ekki einmitt tekjutenging barnabóta til þess gerð að meira sé til skiptanna fyrir þá tekjulægri, en minna fyrir "hátekjufólk"?

Það er nauðsynlegt þegar launþegafélög setja fram kröfur sínar, að í þeim sé eitthvert samhengi, en ekki bara slegið fram einhverjum frösum sem eru hver í mótsögn við annan. Það er erfitt að semja við þann sem vill bæði A og ekki A.


mbl.is BSRB vill hátekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Þorsteinn, ég held að þú sér að misskilja þetta hvað 1. liðin hjá þér varðar.

Af því að mig grunar að þú sért talnaglöggur maður þá ætla ég að pasta Marinó hérna við athugasemdina og spyrja þig hvort hann sé að misskilja skattalækkunar tillögurnar, eða þá hvort að þú vitir um eitthvað sem ekki hefur komi fram.

Fyrir utan brandarann sem felst í þessum tillögum að skattkerfisbreytingum, þá er mikil talnamengun í framsetningu upplýsinga.

Skoðum fyrst lækkanirnar. Hafa skal í huga, að ALLIR fá sömu krónutölulækkun, sem eru með tekjur yfir hinu nýja lægsta þrepi. Það þýðir að engu máli skiptir hvort tekjurnar eru 325.000 kr. á mánuði eða 4.500.000 kr. á mánuði. Upplýsingar í frétt ráðuneytis fjármála og efnahags um annað eru einfaldlega rangar. Tillögurnar eru því EKKI að líta til jafnaðar, eins þar er sagt, frekar að þær auki ójöfnuð hjá þeim sem eru með undir 325.000 kr. á mánuði. Það eru þeir sem eru með lægri tekjur en 325.000 kr. á mánuði, sem fá minni lækkun (nema eitthvað komi ekki fram í frétt ráðuneytisins).

Í þrepaskiptu skattkerfi, þá eru tekjur á sama tekjubili skattlagðar eins. Þannig að hafi einstaklingur 1.500.000 kr. í laun, þá bera (miðað við tillögurnar) fyrstu 325.000 kr. 32,94% í skatt eða kr. 46.296 miðað við að viðkomandi leggi 4% í lífeyrissjóð. Næstu 640.716 kr. bera 36,94% skatta eða 236.680 kr. og síðan þær 474.284 kr. bera 46,24% skatt eða 219.309 kr. Loks leggur viðkomandi 60.000 kr. skattfrjálst í lífeyrissjóð. Leggi viðkomandi hins vegar 6% skattfrjálst í lífeyrissjóð, þá breytast mörkin og skattgreiðslur lækka.

Í talnaleikfimi ráðuneytisins, þá er verið að nota alls konar tölur til að búa til "sanngirni". Eitt dæmi um það er birt á glæru 5 í kynningu ráðherra (sjá kynninguna hér: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx…). Þar er boðið upp á prósentur í mat og þær notaðar til að halda því fram að 150.000 kr. valdi minni lækkun skatta hjá þeim sem eru með 10,0 m.kr. í árslaun en þeim sem eru með 5,0 m.kr. árslaun, þegar staðreyndin er að báðir hópar fá sömu upphæð í lækkun. Það sem meira er og er alveg stórmerkilegt, að 150.000 kr. lækkun skatta er sögð auka skattbyrði fólks með yfir 12,0 m.kr. í árslaun! Hvernig er hægt að fá svona út? Fólk með 1 m.kr. á mánuði fær nákvæmlega sömu skattalækkun og einstaklingur með 325.000 kr. á mánuði, þ.e. 4% af fyrstu 325.000 kr. eða 12.480 kr. á mánuði. Þar sem sá með 1 m.kr. á mánuði er líklegri til að geta lagt 6% í lífeyrissjóð, þá gæti verið að viðkomandi fái í reynd meiri skattaafslátt, en látum það liggja á milli hluta.

En svo er það rúsínan í pylsuendanum. Til að geta nýtt að fullu kerfisbreytingarnar, þá þarf fólk að hafa 325.000 kr. í tekjur eða meira. Eftir því sem tekjurnar eru lægri, þá verður ávinningurinn minni. Hafi einstaklingur 250.000 kr. er ávinningurinn um 9.630 kr. á mánuði, 7.710 kr. hjá þeim sem er með 200.000 kr., 5.612 kr. hafi viðkomandi 175.000 kr. og 0 kr. séu tekjur undir núverandi skattleysismörkum. Berum það svo saman við það sem ALLIR með laun yfir 325.000 kr. fá.

Það er alveg einskær og ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best, þegar þær gagnast þeim síst!

Magnús Sigurðsson, 20.2.2019 kl. 14:40

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sæll Magnús. Takk fyrir þetta. Ég byggi þetta bara á því sem ég sá í fréttum í gær, en ef upplýsingar frá ráðuneytinu eru rangar þá er það auðvitað ekki nógu gott mál.

Meginpunkturinn í þessari færslu er hins vegar sá að mér finnst það mótsagnakennt að berjast annars vegar gegn tekjutengingu, sem ætti að öðru óbreyttu að færa þeim sem minna hafa meira, en um leið gegn skattalækkunum á "hátekjufólk". Niðurstaðan yrði þá sú að "hátekjufólkið" fengi á sig hærri skatt, en jafnframt hærri barnabætur, á kostnað hinna sem hafa notið góðs af tekjutengingunni.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.2.2019 kl. 14:51

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já, ég sá hvað þú meintir í 2. lið.

Magnús Sigurðsson, 20.2.2019 kl. 15:07

4 identicon

Hverjir eru það aftur sem hafa lægri tekjur en kr. 325.000 á mánuði?

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 15:53

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er fullt af fólki með lægri tekjur en það. Lágmarkslaun eru 300.000 og talsverður hópur á þeim. Lífeyrisþegar hafa líka lægri tekjur en þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.2.2019 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband