Það er eitthvað að þessu kerfi

1. Verkalýðsfélög og atvinnurekendur geta ekki samið um kaup og kjör án þess að ríkisvaldið komi að því með tugmilljarða framlag úr vösum skattgreiðenda.

2. Lægstu laun virðast vera of lág til að fólk geti lifað á þeim nema með mikilli yfirvinnu.

3. Út á við virðast kröfur verkalýðsfélaga byggja meira á óánægju með launahækkanir fámenns hóps stjórnmálamanna, embættismanna og ríkisforstjóra en á svigrúmi til almennra launahækkana. Kröfurnar eru þar af leiðandi alveg óaðgengilegar fyrir atvinnurekendur, sér í lagi kröfur um hækkun lægstu launa.

4. Fyrirséð er að kröfurnar muni ekki ná fram að ganga enda munu fyrirtækin fremur láta sig hafa óróa á vinnumarkaði í einhvern tíma en að ganga að kröfum sem þau ráða ekki við.

5. Verkföll virðast vera eina vopn verkalýðsfélaganna þegar útséð er um að samningar náist.

6. En verkföll munu hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum sem vega upp kostnað launamanna af verkföllum. Gleymum því ekki að verkfallssjóðir hafa að geyma fjármuni sem eru fljótir að þurrkast upp og notkun þeirra er beint tap eigendanna.

7. Verkföllin munu þó skila því að einhver fyrirtæki munu á endanum verða að fallast á launahækkanir sem þau ráða í raun ekki við. Þau munu því annað hvort hætta starfsemi eða segja upp fólki.

Kerfi sem er þannig, að það leiðir æ ofan í æ til verstu niðurstöðu fyrir báða samningsaðila, hlýtur að vera gallað.

Það er nauðsynlegt að breyta því.

En hvernig er best að gera það?

 


mbl.is Verkföll líkleg í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Svona:

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2291/

Jón Þórhallsson, 20.2.2019 kl. 11:17

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ríkið er bara orðið allt of stórt.  Það þvælist fyrir.  Er búið að þvælast  fyrir reyndar síðan ég man eftir mér.  Það er mér sagt að þetta eigi að vera svona.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2019 kl. 15:12

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ríkið er með fullt af fitu utan á sér. En vandamálið er að ríkið er eins og vel fitusprengd nautasteik. Fitan er alls staðar og við verðum varla vör við hana. Steikin er djúsí, en hún kostar líka sitt.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.2.2019 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband