Bankarekstur er áhættusamur

Kannski þetta sýni nú þeim sem halda því fram að ríkið eigi helst að eiga allt fjármálakerfið, að bankarekstur er áhættusamur, ekkert síður en annar atvinnurekstur. Og oftast raunar mun áhættusamari. Það þarf ekki meira en að stórir viðskiptavinir lendi í vandræðum til að hagnaður hrynji.


mbl.is Minni hagnaður og hærri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Þorsteinn,

Þessi launamál eru í engu samræmi við raunveruleikann.  Bankastjórar pínulítilla örbanka norður í Ballarhafi eru með hærri föst árslaun en æðsti yfirmaður öflugasta herafla heims, Bandaríkjaforseta.  Og eins og vanalega á Íslandi er minni hagnaður hvatning til að hækka laun æðstu toppanna í staðinn fyrir að láta þá bera ábyrgð.  

Sama dæmið og með smábæjarstjóra á Íslandi með sömu laun eða hærri en borgarstjórar í borgum á borð við Tokýó!  15 þúsund manna smábæir bornir saman við ríkar borgir með tíu milljón íbúa!  Þvílík veruleikafirring! 

Ég er allur fylgjandi því að fólki sé vel borgað fyrir vel unnin störf.  En þetta rugl er úr öllu samhengi við veruleikann.  Nákvæmlega eins og fyrir hrun.  Og því miður held ég að ef þessir bankar væru einkafyrirtæki væru þeir á hausnum og vælandi um að skattgreiðendur þurfi að borga ruglið eins og síðast.  Ég er feginn að vera ekki í stöðu skattgreiðenda á Íslandi ef ruglið hrynur aftur í hausinn á þeim.  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 14.2.2019 kl. 01:52

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bankar eiga ekki að vera á ábyrgð ríkisins nema þeir séu í eigu ríkisins. Punktur. Sá sem leggur fé inn í banka á ekki að geta treyst á að skattgreiðendur reddi honum ef bankinn fer á hausinn. Það er einfaldlega engin sanngirni í því.

Hvað launin varðar þá þekki ég það ekki. En væntanlega er réttast að bera þau saman við laun stjórnenda í öðrum stórum fyrirtækjum.

Það er hins vegar svolítið á skjön að launin hækki með versnandi afkomu.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2019 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband