24.1.2019 | 10:51
Ríkharður þriðji
Ég hafði nú einmitt ætlað mér að skrifa hér um frábæra uppsetningu Borgarleikhússins á Ríkharði þriðja sem ég sá á generalprufu í lok desember.
Nú hefur Björn Bjarnason skrifað um sýninguna á bloggi sínu og segir meðal annars:
"Í verkum sínum fjallar Shakespeare (1564 -1616) um efni sinnar tíðar á þann hátt að það textinn er hafinn yfir stað og tíma. Oft er uppsetning og texti verkanna á þann veg að þau verða þung og fjarlæg. Ekkert slíkt háir þessari sýningu. Leikin er ný þýðing. Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Hún á ríkan þátt í tengslunum sem skapast milli áhorfanda og grimma höfuðpaursins. Með fagurgala tekst honum að fá áhorfendur á sitt band eins og fórnarlömb sín á sviðinu."
Hér hittir Björn naglann á höfuðið. Fyrir utan frábæran leik, sérstaklega stórkostlega frammistöðu Hjartar Jóhanns Jónssonar í aðalhlutverkinu, vakti sérstaka athygli mína hve snilldarleg þýðing Kristjáns Hrafnssonar var. Það er ekki auðvelt að þýða Shakespeare, en hér tókst Kristjáni að koma frumtextanum frábærlega til skila á einstaklega áreynslulausu og eðlilegu máli, þótt bundið sé. Það er meira en að segja það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn.
Gaman hefði verið að geta nálgast þessa þýðingu
ekki sizt vegna þess að þær fyrri a.m.k. ein þeirra
var verk annars manns að stórum hluta.
Ég á ekki von á því af hendi Þórðar heldur
þvert á móti að þær væntingar og fyrirheit
sem við hann voru bundin standi fyllilega undir
væntingum.
Hefur þú haft tækifæri til að bera þýðingar saman?
Húsari. (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 14:13
Ég vona svo sannarlega að þessi þýðing Kristjáns verði gefin út. Ég veit að Helgi Hálfdanarson þýddi Ríkharð þriðja líka, eins og önnur verk Shakespeares. Ég hef ekki lesið þá þýðingu, en ef ég miða við aðrar þýðingar Helga sem ég hef lesið, þá eru þær töluvert ólíkar þessari nýju þýðingu Kristjáns.
Ég hef sjaldan séð jafn flotta uppsetningu á Shakespeare hérlendis, og þýðingin á mjög stóran þátt í því. Það þarf verulega snilli til að ná jafn áreynslulausum texta og Kristján gerir þarna, en jafnframt alveg formbundnum, ekki síst í ljósi þess að texti Shakespeares er nokkur hundruð ára gamall og dregur auðvitað dám af því.
Ertu annars búinn að sjá þessa sýningu?
Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2019 kl. 23:20
Sæll Þorsteinn.
Þakka þér fyrir gott og greinargott svar þitt.
Ég hlakka til að sjá þessa þýðingu
því ekki gerist það á hverjum degi
að menn snari út slíku verki.
Enn og aftur kærar þakkir og ég geri orð
þín að mínum hvað varðar útgáfu þessa texta
og það helst fyrr en seinna.
Húsari. (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 22:40
Sæll aftur!
Þakka þér fyrir greinargott svar!
Þannig átti þetta að vera.
Nei, hef ekki haft tök á að sjá þessa sýningu.
Húsari. (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.