Mótsagnakennt - en hún er ekki ein um það

Biskup segist styðja það að konur taki sjálfar ákvörðun um fóstureyðingu.

Jafnframt segir biskup að fóstur kunni að hafa rétt til lífs.

En þarna verður ekki bæði sleppt og haldið:

Sé rétturinn til lífs til staðar, þá er fóstureyðingin alveg sambærileg við manndráp. En telur biskup að það eigi að vera hverjum og einum í sjálfsvald sett að drepa fólk? Ég efast um það.

Sé rétturinn til lífs hins vegar ekki til staðar er auðvitað engin ástæða til að setja neinar takmarkanir.

Biskup segir að lokum að breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpinu séu til þess fallnar að vekja upp grundvallarspurningar í huga fólks. Henni virðist þykja það neikvætt að fólk velti fyrir sér grundvallarspurningum. Hún vill fremur að þær gleymist. Það finnst mér mjög athyglivert.

 


mbl.is Biskup gagnrýnir frumvarp um þungunarrof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá þér, Þorsteinn, og þetta er einmitt það sem ég var byrjaður að skrifa í bloggi mínu um sömu frétt, að það eru æpandi mótsagnir í þessu áliti Agnesar, og sem slíkt stenzt það vitaskuld ekki skoðun, þ.e.a.s. rannsókn skynseminnar. (Nánar hjá mér.)

Jón Valur Jensson, 26.1.2019 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287254

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband