18.1.2019 | 15:23
Sannar bara hið fornkveðna ...
... að vinstrimenn eru upp til hópa letingjar og liðleskjur
... þeir sem eru hallir undir ESB eru of timbraðir af rauðvínssötri til að komast á lappir á morgnana
... fátæklingar eru latari en þeir efnameiri
... Miðflokksmenn eru duglegir að fara fram úr (þótt við vitum að þeir vaka stundum líka lengi frameftir).
Annars fannst mér reyndar athygliverðasta niðurstaðan sú, að einhleypir skuli vera andvígari því að seinka klukkunni en þeir sem ekki eiga maka. Þetta hlýtur þá eiginlega að eiga við um þá sem eru einhleypir en eiga samt maka, en þeir sem ekki eiga maka eru latir á morgnana, sama hvort þeir eru einhleypir eða ekki (sjá skjáskot af vef könnunarfyrirtækisins):
Mikill meirihluti vill seinkun klukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heilbrigðismál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jafnrétti kynjanna virðist þó vera í góðu jafnvægi gagnvart klukkunni, þó ekkert jafnréttisvottorð sé til staðar.
Annars eru svona kannanir ósköp marklausar. Ef vilji er til að láta lýðræðið ráða þessu, er auðvitað best að láta kjósa um málið næst þegar kosið verður til Alþingis. Þannig virkar lýðræðið, ekki gegnum skoðanakönnun sem bæði er leiðandi og nær til takmarkaðs fjölda. En þá þarf auðvitað að bæta fjórða kostinum við, að klukkunni verði haldið óbreytt og ekkert gert.
Gunnar Heiðarsson, 18.1.2019 kl. 16:27
Þetta er mögnuð niðurstaða.
Hver er munurinn á einhleypum þá, og þeim sem eiga ekki maka?
Maður spyr sig.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.1.2019 kl. 16:53
Ja, fyrst það er svona mikill munur á afstöðu þeirra þá hlýtur að vera einhver munur á þeim. Er það ekki rökrétt?
Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2019 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.