Ekki bara talibanar í Afganistan

Heimsbyggðin saup hveljur þegar talibanar í Afganistan eyðilögðu fornar Búddastyttur með dýnamíti.

Snillingurinn sem stjórnar Seðlabankanum hefur að vísu ekki enn, að því vitað sé, beitt sprengiefni á listasafnið sem þessi einkennilega stofnun hefur af einhverjum undarlegum ástæðum safnað upp. En það er ekki endilega mikill munur á að eyðileggja verk og hinu að læsa þau niðri í kjallara um ókomna tíð.

Það eru talibanar í Seðlabankanum ekki síður en í Afganistan. Og menningarástandið greinilega ekki skárra en nýleg dæmi sýna að siðferðisstigið er.

Listasafn Íslands þarf að sækja öll þessi verk hið snarasta úr Seðlabankanum. Þeim menningarsnauða skríl sem þar ræður greinilega ríkjum er ekki treystandi til að hafa umsjón með þeim.


mbl.is „Undarleg tímaskekkja puritanisma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru allir búnir að gleyma að því þegar nektarmynd af karli eftir Helga Þorgils var fjarlægð úr Ráðhúsinu?  Það var líka gert vegna kvörtunar starfsfólks. Sú mynd sýndi allan líkamann, og breskt fólk sem ég benti á þessa mynd, kallaði hana “dirty picture”. Myndin eftir Blöndal gæti ekki með nokkru móti kallast “dirty". En það virðist flestum finnast sjálfsagðara að hafa uppi nektarmyndir af konum en körlum. 

Ingibjörg (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 12:39

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rámar í þetta með Helga Þorgils. Það er nokkuð langt síðan þetta var, er það ekki? En greinilega svipað ástand á þeim sem tóku þá ákvörðun og þessu liði í Seðlabankanum.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2019 kl. 13:40

3 identicon

Sæll aftur. Þessir Bretar voru hér 1992/3, þannig að það var eftir það sem myndin var tekin niður, man ekki hvenær. En málið er að slíkar myndir gefa tilefni til áreitni. Ég var f. tæpri hálfri öld í sumarvinnu þar sem einn starfsmaður hengdi upp dagatal með nektarmynd af amerískri ljósku liggjandi á hnjánum. Mér var alveg sama um þetta, það kom mér ekkert við. En viðskiptavinir gátu ekki látið það vera að spyrja mig glottandi "Er þetta mynd af þér?" - þótt ég væri ekki vitund lík þeirri á myndinni. Þetta fær maður fyrir umburðarlyndið. Ég endaði með því að biðja yfirmanninn um að dagatalið væri tekið niður og var það gert. - Kannski var e-ð svipað í gangi í Seðlabankanum.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 15:14

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Myndir Helga Þorgils eru nú mikið til af nöktum karakterum, en talsverður munur á þeim og ljósmynd af ljósku á hnjánum myndi ég nú halda.

Ertu annars viss um að enginn hefði grínast með þessa mynd þótt ljóskan hefði verið í fötum?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2019 kl. 16:05

5 identicon

Auðvitað er ég ekki viss um það. Fólk með einbeittan vilja til að áreita annað fólk finnur sér alltaf tilefni til þess. Það gildir bæði um konur og karla. Í allri þessari endalausu umræðu um vonda karla gleymist að nefna einelti kvenna og stúlkna í garð kynsystra sinna.  Það hefur lengi verið til, en kom upp á yfirborðið með SMS og samfélagsmiðlum á netinu. Lítið var tekið eftir því áður, því þær beittu síður líkamlegu ofbeldi en strákarnir.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband