20.10.2018 | 10:15
Píratar / Farísear
Í Nýja-testamentinu eru Farísear þeir sem ávallt eru fyrstir til að hneykslast á öðrum og stæra sig af eigin fullkomleik. En þegar til kastanna kemur er siðprýði þeirra yfirborðið eitt.
Píratar eru ekki ósvipaðir. Þeir setja sig sífellt á háan hest siðferðilega og hneykslast á athöfnum og skoðunum annarra. En þeir hika hins vegar ekki við að taka við þægilegum bitlingum, jafnvel í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingar.
Píratar eru ekki ósvipaðir Faríseunum forðum.
Þessi pírati, sem heitir Halldóra Mogensen, gat til dæmis ekki hugsað sér að sitja undir ræðu Piu Kjærsgaard á Þingvöllum. En þegar í boði var ókeypis flugfar til Danmerkur og dagpeningar var sjálfsagt að sitja undir ræðunni.
Svo, þegar upp kemst, er farið að reyna að verja athafnasemina. Og hver er nú afsökunin? Jú, þingmaðurinn skilur ekki dönsku og því er allt í lagi að sitja undir ræðu Piu Kjærsgaard í Danmörku.
En var ekki ræðan á Þingvöllum líka á dönsku?
Og skildi þingmaðurinn eitthvað meiri dönsku þá?
Ferlið er sumsé þetta:
1. Reyna að kaupa sér vinsældir með því að neita að taka þátt í athöfn á Íslandi.
2. Taka þátt í samskonar athöfn í Danmörku því maður getur nú ekki neitað ókeypis flugfari og, kannski, af því að maður hélt að enginn tæki eftir því.
3. Reyna svo að ljúga sig út úr ósamkvæmninni með fáránlegri afsökun sem getur ekki staðist.
Að lokum má auðvitað spyrja hvort þingmanninum hafi ekki þótt neitt óeðlilegt við að þiggja boð á samkundu í Danmörku, á dönsku, en skilja ekki bofs í dönsku? Er mikið gagn að slíkum ferðalögum? Er það góð nýting á skattfé almennings.
Fleiri spurningar gætu vaknað, en það er mál að linni:
Halldóra Mogensen pírati/faríesi á ekki að reyna að verja þessar athafnir sínar. Hún á að skammast sín fyrir þær.
Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlakka til að einhver úr hópi vina eða stuðningsmanna Halldóru Mogensen, eða helst hún sjálf hafi manndóm (kvendóm?) til að stíga fram og svara beinskeyttum skotum Þorsteins.
Jónatan Karlsson, 21.10.2018 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.