Þarf að greina orsakirnar

Ef verðlag á bókum er ekki orsök samdráttar í bóksölu er vandséð að verðlækkun breyti miklu. Eflaust myndi hún hafa einhver smávægileg áhrif, en ekkert sem máli skiptir.

Bókaútgefendur þurfa að byrja á að fara í alvöru greiningu á ástæðum þess að bóksala hefur dregist saman. Þeir þurfa einnig að reyna að átta sig á hvernig líklegt er að þróunin verði næstu ár. Þegar þessari greiningu er lokið er fyrst hægt að fara að velta fyrir sér viðbrögðum og aðgerðum. En lykillinn er að skilja þróunina og orsakir hennar.


mbl.is Bóksala dregst enn saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nú er nánast hægt að finna alla vitneskju á netinu sem að fólk þarfnat í allskyns myndböndum.

Hugsanlega kemur það að miklu leiti í staðinn fyrir bókalestur.

Sjálfur kaupi ég ekki bækur nema ég komi til með að lesa þær oftar en einu sinni.

Mikið af þeim bókum sem að er verið að gefa út ganga mikið út á einhverskoanr kaldhæðnishúmor, vitleysisgang,  glæpasögur, frásagnir af eymd og aumingjum.

Það vantar alltaf LEYÐARLJÓSIÐ INN Í FRAMTÍÐINA: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2/

Jón Þórhallsson, 13.8.2018 kl. 09:01

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það hlýtur einnig að standa í ráðamönnum að styrkja þennan iðnað, þar sem bækur sem seldar eru sem íslenskar eru að mestu framleiddar erlendis. Einkum í ýmsum löndum Asíu.

Kristbjörn Árnason, 13.8.2018 kl. 09:20

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, prentunin hefur farið úr landi. En það er ekki prentunin sem er styrkt heldur eru það rithöfundar sem fá styrkina. Markmiðið er að ýta undir íslenskar bókmenntir, ekki prentverk.

Ég hugsa að ein ástæðan fyrir samdrættinum sé að lestur hefur farið mikið yfir á netið. Lestölvur hafa líka áhrif. Ég les flest allt bókmenntalegt efni á lestölvu og hef gert í mörg ár. Lengi var mjög lítið af íslenskum bókum fáanlegt á lestölvur en það er að skána.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.8.2018 kl. 11:32

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að íslenskan og bækur eiga að lifa áfram

að þá þörfnumst við annars 

GUNNARS DALS!

=Við þörfnumst VITRINGS sem að keppist við að leysa lífsgátuna allan daginn og leiða þjóðina inn í framtíðina.

Ég sóa ekki mínum tíma á glæpasögur eða fornaldarfræði.

Jón Þórhallsson, 14.8.2018 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 287304

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband