20.7.2018 | 15:57
Flautaþyrill
Það er vitanlega hárrétt hjá Steingrími að með framgöngu sinni hefur þetta fólk sýnt danska þinginu óvirðingu. Það er pínlegt að sjá það reyna að halda því fram, að með því að vekja athygli á þessu, sé Steingrímur að segja ósatt. Það er algerlega út úr korti. Það var meiri mannsbragur að því að sitja fundinn en koma á framfæri kurteislegri gagnrýni á pólitík danska þingforsetans úr ræðustól eins og Logi Einarsson og forsætisráðherra gerðu. Það er enginn mannsbragur að því að sýna fólki ókurteisi þótt maður sé ekki sammála því, né heldur að saka þá um lygar sem benda á hið augljósa.
Maður veltir því svo vitanlega alvarlega fyrir sér hvað þessi Helga Vala Helgadóttir er eiginlega að gera í stjórnmálum. Það eina sem virðist komast að hjá henni er að vekja athygli á sjálfri sér.
Ætti hún ekki miklu frekar að gerast svona Youtube stjarna og setja á samfélagsmiðla myndbönd af sjálfri sér að elda, þrífa eða klæða sig eða hvað svo sem það er sem fólk hefur gaman af að eyða tíma sínum í að horfa á sjálfhverfa einstaklinga gera á samfélagsmiðlum?
Ósátt við yfirlýsingu Steingríms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er frjálslyndi frjálshyggjumaðurinn allt í einu orðinn stuðningsmaður Steingríms J. Sigfússonar?
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2018 kl. 17:54
Ég er stuðningsmaður þess að fólk sýni kurteisi og hagi sér ekki eins og apar. Og fyrst Steingrímur er sömu skoðunar, nú þá erum við Steingrímur auðvitað sammála þar.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2018 kl. 17:59
Magnað hvernig þetta skrýtna mál hefur orðið til þess að ólíklegasta fólk hleypur nú skyndilega til varnar fyrir þennan leiðtoga VG.
Þetta styður þá kenningu sem sett hefur verið fram, að þegar öllu sé á botnin hvolft sé lítill sem enginn munur á ríkisstjórnarflokkunum þremur.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2018 kl. 18:05
Þú átt þá líklega við að liðsmenn þeirra kunni allir mannasiði?
Þorsteinn Siglaugsson, 20.7.2018 kl. 18:19
Mannasiðir eru ekki ær og kýr þessa fólks.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.7.2018 kl. 20:33
Sæll Þorsteinn - sem og aðrir gestir, þínir !
Þorsteinn !
Á: mínum yngri árum (sérílagi 1974 - 1978, þá á Tvítugsaldrinum) las ég allnokkuð Heimspeki / vestræna:: sem og austræna og ekki minnist ég þess, að helztu hugmyndasmiðir þeirra ágætu fræða hafi brýnt fyrir mönnum, að sýna þjófum og misyndismönnum almennt, einhverja sérstaka kurteisi í daglegum samskiptum.
Steingrímur J. Sigfússon - er orðinn uppvís að Tuga Milljóna Króna þjófnuðum úr almanna sjóðum, undir yfirskini húsnæðiskostnaðar, milli Þistilfjarðar og Reykjavíkur, allar götur: frá árinu 1983, að telja, í skjóli gerfi- og hentistefnulaga alþingis, fyrr og síðar.
Þessarri ábendingu minni: sem og örfáum annarra, sem þora að benda á misnotkun ýmissa stjórnmála- og embættismanna hérlendra á fjármunum almennings (í hinum svokallaða Ríkissjóði), hefur ekki mótmælt verið, enda eiga Steingrímur / jafnt bófunum í Sjálfstæðis og Framsóknar og Miðflokkunum, auk Samfylkingar og Vinstri grænna ekki gott með neinn Hvíþvott sér til handa, þó Kemízk efni yrðu tilhöfð meira að segja, Þorsteinn minn.
Steingrím J. / líkt : Katrínu - Bjarna og Sigurði Inga, er afar brýnt að fjarlægja frá núverandi prívat-gramzi þeirra og áhangenda sinna frá almanna sjóðum (Lífeyrissjóða Mafían meðtalin, sem ég stend í ströggli við persónulega, m.a., get sýnt þér skjöl þar um Þorsteinn), enda eru fáránleg framkoma valdastéttarinnar gagnvart Ljósmæðrum þessa dagana/ fyrir nú utan Þingvallaveizluna á dögunum, aðeins brota brot af viðbjóði þeim, sem alþingi og stjórnarráð bjóða landsmönnum upp á þessi dægrin, Þorsteinn síðuhafi,, og aðrir gestir þínir - sem lesendur og skrifarar.
Jú - jú, Helga Vala Helgadóttir er sannarlega fulltrúi þeirra afla, sem kappkosta að koma hlutum hér aftur á Miðaldir, með hingað streymi Múhameðskra t.d., en það er aðeins partur af spellvirkjum íslenzkra stjórnmála- og embættismanna, svo sem.
Með: sæmilegum kveðjum, engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.7.2018 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.