28.4.2018 | 19:18
Hver er ábyrgð þingmanna?
Er það eðlilegt að alþingismenn starfi þannig að þeir leki trúnaðarupplýsingum, grípi upp lygafréttir úr slúðurblöðum og kasti fram sem sannleika, með ásökunum í allar áttir og óhróðri um nafngreint fólk?
Nú hljótum við að bíða afsökunarbeiðni og afsagnar þeirra þingmanna sem gengið hafa fram með þessum hætti. Slíkir einstaklingar eiga ekki að vera á þingi. Né raunar neins staðar þar sem þeir hafa tækifæri til að ljúga að almenningi eða þeim er veittur aðgangur að trúnaðargögnum.
Ég er ekki kunningi Braga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Furðulegt hve lítið er fjallað um málið, núna þegar nokkuð ljóst er hvernig í pottinn er búið. Þingmannaónefnurnar sem hæst hafa haft munu hvorki segja af sér, né biðjast afsökunar. Ekki frekar en að neita að taka við svívirðilegum launahækkunum sem Kjararáð færði þeim. Hugsjónalaus dusilmenni og tækifærissinnar sem kunna ekki að skammast sín munu aldrei sjá neitt athugunarvert við eigin gjörðir. Stórt frrrruuuusss á þessa amlóða.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 28.4.2018 kl. 20:21
Vel mælt Halldór!
Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2018 kl. 20:28
Leki trúnaðarupplýsinga er lögbrot.Brot á persónuverndarlögum. Stundinni verður ekki stætt á að bera fyrir sig nafnleynd heimildamanna. Þetta varðar allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Persónuverndarmál eru engin léttúðarmá. Þetta eru gróf brot á lögum og stjórnarskrá og þarfa ganga hart í að upplýsa þaú og láta alla viðkomandi sæta ávyrgð, þar á meðal að hypja sig af þingi.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2018 kl. 20:46
Hér hefur öllu verið snúið á haus í spunanum. Engin rannsökn hefur verið gerð, engar aðgerðir nefndarinnar gegn þéim ásakaða, en ásakandinn á hinsvegar vinkonu sem rekur fárið inni í barnaverndarnefndinni.
Tvær vinkonur í prívat krossferð gegn manni til að hindra umgengni hans við börnin sín. Viðbjóðurinn virðist allur vera þeim megin.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2018 kl. 20:52
Þegar fólk er í stjórnmálum, ekki vegna hugsjóna, heldur einungis vegna haturs á einhverju öðru fólki sem er í stjórnmálum, þá er ekki skrýtið að svona fari.
En ansi er ég hræddur um að hér séum við að sjá, enn og aftur, skuggahliðina á hinu svonefnda "metoo" fári sem riðið hefur yfir undanfarna mánuði. Allir eru sekir þar til sakleysi þeirra er sannað, og jafnvel eftir að það er sannað líka. Allar ásakanir eiga sjálfkrafa við rök að styðjast. Gróusögur og rógburður nægja sem heimildir óvandaðra þingmanna og fjölmiðla. Og allir þurfa að vera með, taka þátt í að ata einhvern auri (me too). Og allt siðferði, tillitssemi og virðing gagnvart öðru fólki auðvitað löngu fyrir bí.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2018 kl. 21:07
Greinilegt að margir hér kjósa afturhaldið og "kerfið" fái að vera í friði.
Ekki að sjá hver ástæða þess að tilteknir þingmenn ættu að biðjast afsökunar eða fara fram með afsögn á sínu starfi, byggt á því sem ritað er hér að ofan eða vísun í téða frétt.
Ég hinsvegar hrósa formanni Velferðarnefndar fyrir að vinna ötulega í málinu og velta við hverjum steini í þessum mikilvæga málaflokki, sé pottur brotinn og/eða ráðherra hafi haft rangt við.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.4.2018 kl. 13:16
Mér sýnist nú á þessu máli að það snúist akkúrat um að grípa inn í þegar óheiðarlegir einstaklingar taka að misnota kerfið í eiginhagsmunaskyni. Píratarnir ættu að biðjast afsökunar á að ásaka fólk um ósannindi og lögbrot án þess að neinn fótur sé fyrir ásökununum og á því að draga saklaus börn ofan í skítadreifarann í leiðinni.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2018 kl. 14:31
Þorsteinn, hvar er eiginlega meint sök Pírata ? Að vinna vinnuna sína ? Fyrir mína parta eru menn hér, alltént magrgur að skammast út í sendiboðann en ekki mögulega sakbitinn ráðherrann.
Undarlega umræða að mínu mati.
Menn og konur mega svo hafa sína skoðun á fjölmiðlum, hvort þeir vinna í þágu einstaka hagsmunaaðila eða stjórnmálamanna, líkt og við höfum dæmi um á MBL og miðli er rímar við flögu. Verði þeim að góðu.
Ekki nema sömu menn og konur styðji meiri ritskoðun að hálfu dómsstólannna, í umboði einstakra stjórnmálaflokka.
Skárra væri það nú.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.4.2018 kl. 16:36
Ég var að enda við að útskýra þetta fyrir þér góði. Ég hef ekkert sagt hér um fjölmiðla, annað en að Stundin er sorprit. En það vissu allir.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2018 kl. 17:56
Því fleira sem fram kemur um þetta mál, því ljósara verður að þarna er um enn eitt dæmið að ræða þar sem barnaverndarnefnd fer fram með valdníðslu og hroka gegn saklausu fólki. Það eru einmitt þessi vinnubrögð og þessi ömurlegi þankagangur sem Barnaverndarstofu er ætlað að hafa hemil á. En úrkastið sem virðist því miður mikið til veljast í þessi störf tryllist auðvitað og upp úr því spretta allar þessara ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni. Svo spanar þetta dót upp félaga sína í Pírötum og Samfylkingu og þaðan kemur nú þetta nýjasta fárviðri í vatnsglasinu. RÚV má eiga heiður skilinn fyrir að hafa fjallað á vandaðan hátt um starfshætti þessara svokölluðu barnaverndarnefnda undanfarið. Það er vel að Bragi hafi nú farið fram á athugun Umboðsmanns Alþingis.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.4.2018 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.