... varðaður góðum áformum

Bið lesendur að "botna" fyrirsögnina...

Þegar leitað er á netinu eftir upplýsingum um hvort heppilegra sé fyrir umhverfið að nota einnota plastpoka eða fjölnota poka úr bómull eða öðrum efnum, kemur rannsókn bresku umhverfisstofnunarinnar frá 2008 gjarna upp. Þar er niðurstaðan sú að umhverfisáhrif fjölnota poka séu einfaldlega langtum meiri en áhrifin af einnota pokunum. Besta leiðin til að draga úr umhverfisáhrifunum sé að nota venjulega einnota plastpoka, en nota þá oftar og nýta síðan sem ruslapoka að lokum.

Í þingsályktunartillögunni er mikið fjallað um áhrif plastagna í umhverfinu. Hins vegar er ekkert fjallað um umhverfisáhrifin af framleiðslu plastpokanna annars vegar og fjölnota pokanna hins vegar. Samkvæmt bresku rannsókninni liggja hins vegar megináhrifin á umhverfið þar.

Það er eitt meginviðfangsefni nútímans að finna leiðir til að vernda umhverfið gagnvart óbætanlegum skaða sem sumar athafnir okkar mannanna valda því. Ákvarðanir sem ætlað er að verða lóð á vogarskálarnar verður að ígrunda og undirbyggja á grunni bestu fáanlegu upplýsinga.

Bresku rannsóknina sem vísað er til má sjá hér.

 


mbl.is Vilja banna plastpoka í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: dh

Væri óskandi að þingmenn skyldu setja fókusinn á "synthetic" þvottaefni og þrávirka uppþvottalegi sem streyma í þúsunda tonna vís til sjávar. Varað er sérstaklega við slíkum efnum á bakhliðum vörunbar að þau megi ekki undir neinum kringumstæðum berast í vatnsból. Samt duna auglýsingar þessara vara á skjánnum daglega. Það vita allir hvaða framleiðendur er átt við. Nútíma efnavopn eru nefninlega fullkomlega lögleg og þykja ekkert tiltökumál, "ég geri þetta því allir eru að gera þetta,og þetta er ódýrt." Ef eithvað ætti að vera í fókus og vera glæpavætt, finnst mér þá eru það þessi eiturefni. Matvælaiðnaðurinn er þar ekki undanskylinn.

dh, 30.3.2018 kl. 11:51

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er góð ábending. Það þyrfti að vekja athygli þingmanna, sem bera umhverfið fyrir brjósti, á þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.3.2018 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 287356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband