Sótraftarnir

Nú skal sótröftunum ýtt úr fjörunni í þeirri von að þeir geri gat á ríkisstjórnarfley Katrínar. Það kemur til af því að með áliti Umboðsmanns er nú komið í ljós að allur vaðallinn frá þessum snillingum er froðusnakk eitt og að engu hafandi og því engin efni til að halda áfram að eyða tíma stjórnskipunarnefndar. Þá er ekki annað að gera en kveikja upp í Loga, Þórhildi og Helgu Völu og ýta þeim úr vör ...


mbl.is Segir dómarana eflaust dæmda vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða álit ertu að tala um? Ef þú ert að meina bréfið sem var birt í dag, ertu búinn að lesa það? Veistu hvað stendur í því?

Umboðsmaður Alþingis - Bréf til þingnefndar vegna Landsréttarmálsins

Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2018 kl. 17:48

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég væri nú ekki að fjalla um þetta nema einmitt vegna þess að ég var að lesa þetta bréf.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2018 kl. 20:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mjög gott að þú varst búinn að lesa bréfið. Ég hef nefninlega ekki komist í það ennþá sökum anna í öðrum verkum.

Af umfjöllun fjölmiðla í dag hefur mér þó sýnst að umboðsmaður telji Hæstarétt hafa sagt það sem segja þarf um hina ólögmætu skipan, en bæti því svo við að afsökun ráðherra um tveggja vikna tímapressu standist ekki skoðun.

Nú ef þetta eru ónákvæmar ályktanir má gjarnan leiðrétta það.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.3.2018 kl. 22:39

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Umboðsmaður tók til athugunar hvort ástæða væri til að hann rannsakaði embættisfærsluna, í framhaldi af upphlaupi því sem varð að frumkvæði formanns stjórnskipunarnefndar ofl. Niðurstaðan var að ekki væri tilefni til þess. Hins vegar væri tilefni til að rannsaka einkunnagjöf matsnefndarinnar. Hugsa að athugasemdir setts dómsmálaráðherra um daginn gefi smá innsýn í það mál.

"Afsökun um tveggja vikna tímapressu" er ekki nein afsökun heldur einfaldlega lýsing á aðstæðunum. Ráðherra fékk tillögur nefndarinnar 19. maí. Hún þurfti að klára málið í þinginu fyrir 1. júní. Það voru tæpar tvær vikur.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2018 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband