"Er þetta ekki bara matarhola fyrir þig?"

Þetta var, í alvöru, spurning sem "fréttamaður" RÚV leyfði sér að bera undir þingmanninn Ásmund Friðriksson rétt í þessu.

Aðdróttun um fjársvik!

Eftir gegndarlaust einelti í heila viku, og enda með því að bera á borð kolranga útreikninga á bifreiðakostnaði fyrir þjóðina í dag, er nú RÚV komið niður á lægra plan en áður hefur þekkst.

Nú er kominn tími til að leggja þessa stofnun niður.

Ég tek hins vegar ofan fyrir Ásmundi að halda ró sinni undir aðdróttunum og árásum þessa glottandi fábjána sem settur var í að reyna að taka hann niður.

Að lokum legg ég til að á þingi verði kallað eftir nákvæmum upplýsingum um greiðslur á bifreiðakostnaði og dagpeningagreiðslur til starfsmanna Ríkisútvarpsins og þeir síðan kallaðir fyrir þingnefnd til að gera nákvæma grein fyrir raunkostnaði og hvað eftir stendur þegar hann hefur verið greiddur. Þeir ættu að fara létt með það.

----

Svo skýrt sé hvað átt er við með röngum útreikningum, þá er fjármagnskostnaður í tölum RÚV t.d. miðaður við 1-2% innlánsvexti á sparireikningum. Bílalán bera hins vegar um 10% vexti miðað við 70-80% veðsetningu. Væntanlega mætti miða við 12-15% ef öll upphæðin er tekin að láni. Það er vaxtakostnaðurinn sem eðlilegt er að miða við þegar fjármagnskostnaður er reiknaður enda endurspeglar hann áhættu fjárfestingarinnar. Fjármagnskostnaður af 7 milljóna bifreið er því um 700-1000 þúsund kr. á ári, ekki 130 þúsund eins og RÚV vill vera láta. Um aðra liði virðist svipað gilda því miður. En tilgangurinn helgar auðvitað meðalið hjá "útvarpi allra landsmanna".


mbl.is Telur fréttaflutning jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn einu sinni fellur "hagfræðigurinn" í þá gryfju að slá fram fullyrðingu sem hann rökstyður ekki. Þessi stofnun er einvörðungu að upplýsa okkur skattgreiðendur þessa lands í hvað peningarnir fara. Þingmaðurinn notaði svo í ofanálag þessar ferðir til að gera einhverja skemmtiþætti og lét Alþingi borga fyrir þann kostnað líka.

Það er víst ábyggilegt að velta þarf öllum steinum sem snúa að þjóðkjörnu liði þessa lands því að þetta er örugglega ekki það eina sem mun koma fram.

thin (IP-tala skráð) 14.2.2018 kl. 20:22

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Af hverju segir þú að RÚV hafi borið á borð "kolranga útreikninga á bifreiðakostnaði"?? Ef eitthvað er þá eru þessar kostnaðartölur sem byggja á viðmiðum FÍB, full ríflegar.

Ef þú heldur að það kosti yfir 4 milljónir á ári að reka bíl og keyra 45.000 km á ári þá hefur þú aldrei átt bíl.

Skeggi Skaftason, 14.2.2018 kl. 20:55

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég bendi á umfjöllum um þetta í megintextanum.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2018 kl. 23:47

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þegar einn grípur til þess að kalla fólk í sínum störfum "fábjána", þá er botninn dottinn úr umræðunni og planið orðið enn lægra.

Tek samt eftir því Þorsteinn að þú leggur ekki út af orðum þingmannins um "101 rotturnar". Það var mjög "huggulegt" eða hittó.

Kannski fjölgar enn þeim sem virkilega vilja víðari gjá á milli landsbyggðar og höfuðborgar.

Kannski sjáum við þingmanninn Ásmund bætast í hóp leiðtoga Miðflokksins, sem einatt tala þannig, hafa gera og væntanlega halda áfram.

Sé svo að þú vísar til að RÚV hafa reiknað út fyrrgreindar tölur, þegar vitað er að FÍB reiknaði þær út.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.2.2018 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband