Furðulegur fréttaflutningur

Það er svo sannarlega allt reynt til að gera Ásmund Friðriksson tortryggilegan. Ekkert hefur komið fram annað en að hann hafi fengið greitt fyrir akstur í samræmi við reglur þingsins þar um. Það skiptir nákvæmlega engu máli þótt fréttastofa RÚV láti reikna út að rekstrarkostnaður einhverrar tiltekinnar bifreiðar sé lægri en nemur því sem reglur þingsins kveða á um.

En ef "frétta"menn eru komnir á þennan stað í baráttu sinni við pólitíska andstæðinga, væri ekki úr vegi að ganga í að framkvæma sambærilega útreikninga gagnvart starfstengdum fríðindum og styrkjum sem starfsmenn RÚV njóta sjálfir. Nú verður spennandi að sjá hvort "fréttastofa" RÚV gerir það.

Annars er það dæmigert fyrir pólitíska umræðu hérlendis að svona mál sem engu skipta eigi athygli fjölmiðla dögum saman. Frekar væri ástæða til að fjalla um misnotkun stjórnmálamanna á milljörðum af almannafé sem fjölmiðlum virðist hins vegar mestan part alveg sama um. Ekki er langt síðan stórfé var eytt í meira og minna tilgangslausar breytingar á Miklubraut og svo kemur upp úr dúrnum að þeir sem að þeim stóðu leggja nú til að allt verið rifið upp aftur og stokkur lagður undir götuna. Ekki er langt síðan boruð voru göng í gegnum Vaðlaheiði, verkefni sem troðið var í gegn með blekkingum og kostaði milljarða króna. En þessum "fréttamönnum" er auðvitað alveg sama um slíkt. Ómaklegar árásir á einstaklinga eru þeirra ær og kýr.


mbl.is Rekstur bílsins rúmar 2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þannig þér finnst þetta bara í lagi, þó svo að reglur um akstur umfram 15.000 km á ári í reglum Alþingis segi annað ?

Er þá í lagi að þeir þingmenn sem kjósi, geti gert það að tekjuauka að keyra nógu mikið á kostnað almennings og það án útboðs ?

Guð gleymi þá einkaframtakinu rétt á meðan.

Eðlilegt hjá RÚV að kanna málið og með fulltingi FÍB. Nkl ekkert pólitískt við það.

Ekki ferkar en enginn gerði athugasemd við lögbrot Sigmundar Davíðs með sína skráningu á lögheimili á eyðibýli.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.2.2018 kl. 14:35

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heldur þú í alvöru að það sé ódýrara fyrir þingið að þingmenn aki um á bílaleigubíl en á eigin bifreið? Hefur þú einhverja hugmynd um hvað sambærilegur bílaleigubíll myndi kosta?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2018 kl. 14:57

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þekki það ekki en þekki það þó það vel að helstu fyrirtæki eru farin að útvista slíkum kostnaði til þeirra sem slíkan rekstu þekkja betur en t.d Alþingi. A.m.k finnst mér óeðlilegt að þingmenn geti hreinlega hagnast af því að keyra sem mest, líkt og kemur fram í útreikingum FÍB. 

Mögulega myndi afskriftarkostaðnaðurinn vera lægri hjá bilaleigunni og hagræðing í innkaupum á varahlutum og rekstri á bílum.

Það er lítið að frétta af einkabílnum á meðan í innkeyrslunni heima. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.2.2018 kl. 15:55

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Þorsteinn.

Aðför Rúvara að Ásmundi Friðrikssyni er bara í takt við annað á þeim bæ Gróu í Efstaleiti.

Jón Valur Jensson, 14.2.2018 kl. 16:09

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

KIA jepplingur kostar 350 þúsund á mánuði hjá AVIS svo dæmi sé tekið. Það gerir ríflega fjórar milljónir á ári. Og þá á eftir að borga bensínið.

Svo ætti nú að vera augljóst að það hefur enginn hátt tímakaup af því að keyra eitthvert út í bláinn bara til að fá styrki. 

Þessi "fréttaflutningur" RÚV er ósköp einfaldlega fyrir neðan allar hellur. Þú verður bara að sætta þig við það. Ef um málefnalegan fréttaflutning hefði verið að ræða hefði vitanlega verið spurt hvernig kílómetragjaldið væri reiknað út almennt séð, hvort það væri og hátt almennt séð. En hér er einfaldlega farið í manninn. Það kemur ekki á óvart. Fréttastofa RÚV er rammpólitískt apparat sem er grímulaust beitt í baráttu við þá sem "fréttamenn" líta á sem andstæðinga sína.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2018 kl. 16:11

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Jón Valur. Þessi "fréttastofa" leggst sífellt lægra.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2018 kl. 16:13

7 identicon

Sæll

Í fyrsta lagi er nú fréttin ekki einu sinni tölulega rétt. Sé vefur RÚV skoðaður sést að raunkostnaður er a.m.k. u.þ.bþ 2,5 milljónir, ekki um tvær. (Þegar Ásmundur endurnýjar bílinn kaupri hann nefnilega nýjan bíl). Í öðru lagi virðist bíll sem er svona mikið keyrður rýrna óeðlilega lítið í verði og miðað við akstur í útreikningi FÍB duga dekkin ansi vel. Og þarf Ási ekkert að láta smyrja eins og aðrir (kr. 25 þúsund á 5 þúsund km. fresti.

Það er bara eitt til ráða; kaupa Land Cruiser bensínbíl. Þá verður Samfylkingarfólkið ánægt.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 14.2.2018 kl. 16:48

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, þetta er rétt. Auk þess dettur engum í hug að afvaxta fjárfestingu í bíl með því að nota innlánsvexti í banka. Þú notar vitanlega vexti á bílalánum til þess. Það væri nú lágmark ef "fréttamenn" fara í svona æfingar að fá einhvern til að framkvæma útreikninginn sem hefur til þess kunnáttu.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2018 kl. 17:03

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Þorsteinn, hvernig þú færð úr 350 þús kr hjá einni bílaleigu fyrir stakan mánuð verður að vera þín kúnst. Ljóst er téður þingmaður þarfa mæta e-ð til vinnu þannig ljóst er maðurinn er ekki með bíl í leigu á meðan. Svo þekkja þeir sem e-ð þekkja til viðskipta að samnningar þýða lægri verð en uppgefnin verð. 

En þetta eru þínar tölu, þinar forsendur.

Hvað varðar mínar skoðanir á RÚV og þeirri fréttastofu sem þú nefnir, þá væri gott að sjá rök sem hníga til þeirra gífuryrða sem þú heldur fram um margt ágæta stofu. Þú verður þá bara sjálfur að sætta þig við það að eru til margir sem treysta fréttastofu RÚV best af öllum slíkum miðlum, minir um 69% þjóðar, ef e-ð er að marka skoðanakannanir (aðrar en hjá miðli er rímar við flögu). 

Get hinsvegar vísað í þær síðustu mælingar sem ég hef séð og framkvæmdar af Credit Info að haustið 2016, var í hinum frábæra þætti Speglinuim rætt mest við Bjarna Ben, svo SDG, Kata Jak í þriðja sæti og Eygló á eftir þeim. Þannig þarna má þá sjá[geri mér grein fyrir að þetta er gömul vísun en sú eina sem ég hef séð að undanförnu] að ekki hallar á íhald eða föðurlandsvinina þáverandi. 

Þú mátt svo bara sætta þig sjálfur við að heimurinn er ekki bara í eina átt, við höfum öll skoðanir og engar einar rétta/rangar. Nema ef væri fyrir einn guðfræðing sem er önnur saga.

En til að loka þessu hefur nú þingmaðurin kosið að hætta taka tekjur sjalfur inn á sinn bíl og fært sig í bílaleigbílana. 

Lengi lifi einkaframtakið.

Þakka góða umræður.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.2.2018 kl. 17:13

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Flettu þessu bara upp á heimasíðu Avis.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2018 kl. 17:46

11 identicon

Kastljós í kvöld. "Fréttamaðurinn" Einar Þorsteinsson greip að minnsta kosti 20 sinnu m framí þegar Ásmundur var að tala. Ömurleg fréttamennska RÚV. 

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 14.2.2018 kl. 21:53

12 identicon

Sælir: Þorsteinn síðuhafi / sem og aðrir gestir, þínir !

Þorsteinn og Jón Valur !

Ég má til: að minna ykkur á, hversu vinnubrögð Ásmundar Friðrikssonar, og hans nýjasta bandamanns, Steingríms J. Sigfússonar sýna okkur, hversu gryfja íslenzku yfirstéttarinnar, er djúp orðin.

Kviknar ekki - á viðvörunarljósum piltar, þegar undanfari falls hirðar Loðvíks XVI. suður í Frakklandi, með Bastillubyltingunni 1789, er skoðaður nánar, í víðasta samhengi ?

Ásmundur Friðriksson: er því miður, af sama sjálftöku og græðgis meiði, og Gylfi Arnbjörnsson og húsbændur hans, hjá Samtökum atvinnulífsins, í daglegu hátterni.

Að - Steingrími J. Sigfússyni og öðrum ámóta honum meðtöldum, vitaskuld.

Minnumst einnig: spádóma Jóns Krukks heitins forðum, piltar.

Með beztu kveðjum - engu að síður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2018 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 287284

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband