Verður sífellt einkennilegra

Það er ekki vafi á því, miðað við það sem gengið hefur á, að mun einfaldara hefði verið fyrir ráðherra að pressa í gegnum þingið skipun þeirra sem nefndin mælti með en að reyna að finna leið til að jafna kynjahlutföllin.

Það breytir því ekki að málsmeðferð þessarar nefndar er með ólíkindum: Gengið er í að velja nákvæmlega þann fjölda sem skipa á út frá mismun sem nemur broti úr prósenti. Á sama tíma er öllum umsækjendum gefin nákvæmlega sama einkunn í mikilvægum matsþáttum. Ofan í kaupið er excelskjalið fullt af reiknivillum. Svo kemur í ljós að fundargerðir voru aldrei gerðar, í öðru skipunarmáli neitar svo nefndin að afhenda rökstuðning.

Það kemur sumsé ekki á óvart að miðað við þessi vinnubrögð hafi ráðherra ekki þótt einsýnt að fara í einu og öllu að tillögum nefndarinnar. En ég hugsa að hún hljóti að naga sig í handarbakið nú, fyrir að hafa ekki bara farið einföldustu leiðina, jafnvel þótt hún teldi hana ekki rétta.


mbl.is Neitar að afhenda gögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 287739

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband