26.2.2017 | 21:27
Ciesielski
Sigursteinn Másson á sinn mikilvæga þátt í að þessi mál eru nú loks tekin upp að nýju, rétt eins og aðrir þeir sem að því unnu á sínum tíma, þar með talið ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson.
En það var dapurlegt að heyra að börn Sævars Ciesielski skuli hafa þurft að fórna föðurnafninu vegna fordóma og árása í þessu ömurlega samfélagi. Ég hvet þau til að taka upp nafnið Ciesielski að nýju.
Árið 1997, eftir að sjö spilltir hæstaréttardómarar höfnuðu endurupptökubeiðni Sævars, bersýnilega í því skyni einu að fela afbrot félaga sinna, skrifar Illugi Jökulsson:
"Sennilega verður minning þeirra hjúpuð sömu blöndu af andúð, hryllingi og vorkunnsemi sem umlykur minningu þeirra sýslumanna og dómara á fyrri öldum sem kváðu upp dauðadóma fyrir litlar eða engar sakir- í besta falli verða þeir sjömenningar taldir hlægilegar gungur og úreltir verjendur feyskinna viðhorfa í íslensku réttarkerfi. Í framtíðinni, sem kann vissulega að virðast fjarlæg í augnablikinu, því hún felur í sér að búið verði að hreinsa ærlega til í íslensku réttarkerfi, en þá munu laganemar á fyrsta ári skrifa ritgerðir þar sem rök Hæstaréttardómaranna í "úrlausninni" frægu verða hrakin skilmerkilega og lagaprófessorar framtíðarinnar munu hrista höfuðið neyðarlega þegar nemendur þeirra spyrja hvernig í ósköpunum annað eins gat gerst á síðustu misserum tuttugustu aldar."
Undir þessi orð má taka.
Verulega stór tíðindi í þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2017 kl. 10:02 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverjir voru þessir sjö spilltu Hæstaréttardómarar og eru einhverjir þeirra enn að störfum?
Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2017 kl. 22:45
Sjá hér: http://www.mal214.com/greinar/ng1.html
Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2017 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.