Frumlegt kosningaloforð!

Sú yfirlýsing Valgerðar Sverrisdóttur, að flokkur hennar fari ekki í ríkisstjórn nái hann ekki stórauknu fylgi miðað við hvað nú stefnir í, er allrar athygli verð. Yfirleitt snúast kosningaloforð um hvað flokkur muni gera nái hann völdum, en ekki loforð um að hafna völdunum séu þau í boði. Kosningaloforðið er því frumlegt í meira lagi. Sé miðað við fylgisspár má líta þannig á að Framsókn hafi nú lofað því að fara ekki í ríkisstjórn. Þá er væntanlega lítil ástæða til að kjósa flokkinn. Skynsamlegra væri fyrir stuðningsmenn hans að kjósa þann flokk sem þeir telja komast næst Framsókn í stefnu og áherslum, enda atkvæði greitt Framsókn dæmt til áhrifaleysis um næstu ríkisstjórn. Hins vegar má líta svo á að ekki sé ætlunin að standa við kosningaloforðið heldur muni Framsóknarmaddaman hoppa uppí með hverjum sem gefur henni undir fótinn. Það hlýtur hins vegar að vera svolítið skrýtin tilfinning að krossa við flokk í trausti þess að hann svíki helsta kosningaloforð sitt!


mbl.is Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband