Um hvað snýst þetta mál eiginlega?

Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessi átök um hjónabönd samkynhneigðra. Ég hélt í einfeldni minni að tilgangur hjónabands hefði frá upphafi vega verið sá að skapa ramma um stofnun fjölskyldu, barneignir og barnauppeldi - alveg óháð trúfélögum og trúarbrögðum. Ef þetta er ekki grundvöllur hjónabandsins, hver er hann þá? Og sé hann ekki þessi, er þá ekki sjálfsagt að ekki bara samkynhneigðir heldur líka góðir vinir og vinkonur, tvö eða fleiri saman, systkini, frændur og frænkur og þar fram eftir götunum fái að giftast? Hvers konar bull er þetta eiginlega?
mbl.is Trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þetta snýst eimitt um fjölskyldu samkynhneigðra, eða hvað kallar þú samkynhneigða einstaklinga sem búa saman og eiga börn?  Þetta snýst um það hvort einhver rök séu fyrir því að halda því til streitu að það sé ekki hægt að kalla samband hjónaband nema um karl og konu sé að ræða. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 30.4.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

OK, fínt. En hvað þá t.d. með mæðgin sem búa saman og ala sameiginlega upp fósturbarn? Eiga þau ekki að geta gift sig líka?

Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2007 kl. 09:25

3 identicon

Þorsteinn, ertu á móti því að eldra fólk (komið úr barneign) fái að gifta sig?

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:33

4 identicon

Verður þá ekki að ógilda hjónaband gagnkynhneigðra ef þau geta ekki eignast barn?  Eða konan komin úr barneign?  Þetta er nú meira bullið í þér Þorsteinn minn!

Jón Þórðarson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:36

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ef þú gerir ekki greinamun á ástarsambandi og sambandi mæðgna get ég ekki útskýrt það fyrir þér hér.  Ég geri þó ráð fyrir að þú hafir sett þessa athugasemt fram í hálfkæringi.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 30.4.2007 kl. 10:22

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

OK, en þá snýst þetta ekki um fjölskyldu, heldur um ástarsamband og þá komum við aftur að spurningunni - hver er tilgangur hjónabandsins.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2007 kl. 10:34

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það lítur sannarlega út eins og þetta snúist um trú, en ég held að það sé aðallega vegna þess að átökin eiga sér stað á vettvangi kirkjunnar. Hjónabandið er hins vegar miklu eldra en kirkjan og er, í það minnsta samkvæmt lúterskri kenningu, ekki sakramenti sem slíkt. Ég efast nú satt að segja um að málið snúist um peninga og sé ekki hvernig það ætti að geta verið málið.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 287356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband