Umsátur stimplahersins

Snjallir kokkar finna alltaf leið til að bjarga sér. Annað með blómaheildsalann sem var í fréttum í gær og þarf að fleygja gámi eftir gám af blómum vegna þess að hann fær ekki stimpla frá einhverjum dýralæknum (já, dýralæknum, og þetta eru plöntur!) sem eru í verkfalli. Og allt löngu búið að stimpla erlendis hvort sem er.

Væri nú ekki ráð að grípa nú tækifærið og leyfa þessum stimplaher bara að vera í "verkfalli" til frambúðar, enda greinilega um fullkomlega gagnslausa peningaeyðslu að ræða? Það mætti nota sparnaðinn til að kaupa lyf handa dauðveiku fólki eða hækka laun hjúkrunarfólks.


mbl.is Býður upp á Dagfinn Dýralækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan hvenær byrjuðu dýralæknar að stimpla innfluttningspappíra fyrir plöntur?

Hvernig verður þessi stimplaher til ? Eitthvað sem þessir starfsmenn bara ákveða sísvona upp á sitt einsdæmi? 

Á dögunum var ákveðið að leyfa notkun á íslenska fánanum í markaðs-setningu á matvörum. Alþingi ákvað að setja eftirlit með þessu til Neytendastofu og láta almenning borga.Fyrir það fyrsta afhverju þurfti sérstakt eftirlit og ef svo var afhverju sá ekki markaðurinn um það sjálfur ? 

Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 07:46

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Akkúrat. Hvað ætli væri nú hægt að koma mörgu fólki í arðbær störf ef farið yrði í að hreinsa út alla þessa vitleysu?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.6.2015 kl. 09:08

3 identicon

Fyrst og síðast er þetta pólitísk ákvörðun. Nota áhættumati og þá bara spurning hvar menn vilja setja þröskuldinn ? Það má líka fara til þess að reikna framlegð opinbers eftirlits. Hefur það verið gert ? Hvað líður 111 tillögunum um einfaldara Ísland ? Pólitíkusar verða að fara að hætta að hnýta í fólkið sem þeir hafi ráðið til þessara starfa og eyða í staðinn kröftunum í að koma á  því sem þeir telja nauðsynlegar breytingar. Eða vilja menn innst inn ekki breytingar og frekar eiga einhvern blóraböggul.

Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 12:05

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski finnst stjórnmálamönnum þægilegt að hafa nóg af stofnunum sem þeir eða vinir þeirra geta svo fengið störf hjá þegar þeir nenna ekki lengur að vinna?

Þorsteinn Siglaugsson, 11.6.2015 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband