"Vísindavefur"? "Háskóli"?, "Sagnfræðingur"?

Háskóli Íslands, stofnun sem stefnir að því að komast í hóp 100 bestu háskóla í heimi, starfrækir svokallaðan Vísindavef. Þar má finna upplýsingar um hitt og þetta. Nýverið birtist til dæmis á þessum vef grein um verkföll. Höfundurinn er Árni Daníel Júlíusson, Hann er titlaður sagnfræðingur. Í greininni segir meðal annars:

"Sú þróun hefur víða orðið, sérstaklega eftir 1985, að atvinnurekendur og ríkisvald hafa mætt verkfallsvopninu og baráttusinnuðum verkalýðssamtökum af æ meiri hörku. Í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur fjölda verksmiðja og vinnustaða einfaldlega verið lokað alveg eða framleiðslan flutt til annarra landa. Það er ein af afleiðingum svokallaðra opnari alþjóðaviðskipta og meira „frelsis“ í flutningum fjármagns. Þessi þróun hefur leitt til rýrnunar lífskjara meðal almennings og stöðugt meira atvinnuleysis, en æ meiri auðsöfnunar um 1% íbúa, hinnar vellauðugu yfirstéttar sem ein hefur aðstöðu til að nýta sér þetta „frelsi“."

Það var og. Skilgreining á hugtakinu verkfall er skyndilega orðin að pólitískum áróðri sem grundvallast á órökstuddum yfirlýsingum um "rýrnun lífskjara meðal almennings" og "stöðugt meira atvinnuleysi". Hvort tveggja rangt þegar litið er til Vesturlanda, en bersýnilegt er að "sagnfræðingurinn" vísar til þeirra samfélaga. Og það að verkfallsaðgerðum hafi verið mætt með "æ meiri hörku" er fjarstæða, þvert á móti hefur dregið mjög úr slíkum átökum. Flutningur framleiðslu frá Evrópu og Bandaríkjunum er ekki vegna einhverra verkfallsátaka heldur einfaldlega vegna þess að lífskjör í þessum löndum eru orðin allt of góð til að fólk sækist eftir þeim kjörum sem slík framleiðsla býður upp á þar sem hún keppir auðvitað við þriðja heims lönd með lakari lífskjör.

Og hvers eiga svo þeir að gjalda sem fá nú störf í þriðja heiminum vegna alþjóðavæðingar? Skipta batnandi lífskjör í Kína og á Indlandi engu máli?

--------------------------

Það er sjálfsagt mál að Háskóli Íslands reki vísindavef. En þá verða stjórnendur hans að hafa vit til að gæta þess að höfundar efnis ástundi fræðileg vinnubrögð en ekki stjórnmálaáróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 287404

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband