Óþarfur eftirlitsiðnaður

Allt kjöt sem flutt er til landsins hefur fengið heilbrigðisvottun. Hvers vegna í ósköpunum er þá ekki hægt að tollafgreiða það þegar dýralæknar eru í verkfalli?

Það eina góða við þessi verkföll er að þau geta leitt í ljós dæmi af þessum toga um fullkomlega óþarfan eftirlitsiðnað. Rétt væri, að verkfallinu loknu, að ganga í að breyta lögum svo þetta eftirlit verði óþarft. Þá má líka spara með því að segja ríkisstarfsmönnunum upp sem hafa sinnt því. Einnig ætti að endurskoða eftirlit dýralækna með landbúnaði. Er ekki miklu eðlilegra að eftirlit með kjúklinga- og svínarækt sé höndlað af sjálfstætt starfandi dýralæknum sem bændur semja við beint?


mbl.is Kjötfjall bíður í frystinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bannað er að flytja inn kjöt, það er meginreglan. En landbúnaðarráðherra hefur heimild til að leyfa innflutning að fengnum meðmælum yfirdýralæknis. Verkfall = engin meðmæli, engin meðmæli = engin innflutningur. Þó kjöt hafi heilbrigðisvottorð þá skoðar yfirdýralæknir einnig sjúkdómasögu í upprunalandi áður en meðmæli eru gefin.

Óháður aðili verður að hafa eftirlit með kjúklinga- og svínarækt. Afkoma dýralækna og atvinnuöryggi má ekki vera háð afkomu bænda og því að bændur geti sett allar sínar afurðir, góðar og slæmar, á markað.

Ufsi (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 17:52

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að reglurnar séu eins og þær eru réttlætir þær alls ekki. Þær eru jafn hálfvitalegar eftir sem áður.

Það er hugsunarvilla að eftirlit með afurðum geti ekki verið á vegum framleiðandans sjálfs. Það er að sjálfsögðu hans eigin hagur að vörurnar séu í lagi. Að sjálfsögðu vilja bændur forðast það í lengstu lög  að setja heilsuspillandi vörur á markað.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.5.2015 kl. 21:38

3 identicon

Þetta virðist hálfvitalegt vegna þess að það virkar mjög vel. Annars værir þú að frétta það að hamborgararnir þínir kæmu frá svæði þar sem kúariða hefði fundist í fyrra, en þú gætir lítið pælt í því með salmonellusýkta konu og rassmikil börn á stera og hormónabættu kjöti. Það er þannig með ýmislegt að það virðist óþarfi og jafnvel heimskuleg peningasóun þar til það hverfur. Svona eins og að setja pening í að mennta hagfræðinga, hvenær gerði hagfræðingur síðast gagn? Og rekstrarráðgjafi?? Er það ekki bara annað orð yfir slæpingja og besservisser? :)

Það þarf ekki nema einn kærulausan bónda, en þeir eru nokkrir á hverju ári sem eru stöðvaðir og komið í veg fyrir að afurðir þeirra fari á markað. Bændur eru ekkert öðruvísi en annað fólk, sumum má treysta en öðrum ekki. En ég vil ekki þurfa að velta því fyrir mér hvor þeirra framleiddi eggin í kökuna og lærið á grillinu.

Ufsi (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 22:44

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er furðulegt að enn skuli vera fólk á lífi í útlöndum, þaðan sem allur þessi eitraði matur kemur.

Bændur eru ekki öðruvísi en annað fólk segir þú. Dýralæknar eru heldur ekki öðruvísi en annað fólk. Sumum má treysta, öðrum ekki. Og staðreyndin er nú sú að það á líka við þótt þeir vinni hjá ríkinu þótt það komi ykkur forsjárhyggjutröllunum alltaf jafn mikið á óvart.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2015 kl. 00:11

5 identicon

Það getur vel verið að þarna sé hjá mér um einhverja ímyndaða hættu að ræða og fylgni meðalaldurs og umfangs eftirlits sé bara tilviljun. Og eigum við þá ekki að hætta öllu eftirliti fyrst eftirlitsaðilar eru ekki fullkomnir? Gefa frjálsan innflutning á kjöti, lyfjum, vopnum og hverju því sem kærulaus eftirlitsaðili gæti hvort sem er sleppt í gegn. Það getur ekki verið hættulegt að vopnvæðast eins og Bandaríkjamenn, borða kjötið sem drepur ekki fólkið á sorphaugum Manilla, lyf með réttum límmiðum má fá í tonnavís fyrir slikk í Kína og þar eru víst allir lifandi.

Slakir eftirlitsaðilar koma okkur forsjárhyggjutröllunum ekkert á óvart. Þess vegna viljum við hafa sem flesta á milli okkar og gaursins sem vökvar kálið með skólpi og merkir hrossakjötið sem nautakjöt. Við erum forsjárhyggjutröll vegna þess að við vitum að sumt fólk er svikult, er ekki treystandi og er hættulegt. Við fáum bara ferðamannaskitu einu sinni en ekki eins og þið stuttbuxnakútarnir í hvert sinn sem við ferðumst. Blint traust er ekki einn af hæfileikum okkar.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.5.2015 kl. 01:32

6 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Dýralæknir sem slíkur ber enga ábyrgð, það er embættið sem hann vinnur hjá. Það er ekkert sem segir að embættið geti ekki fengið hvern sem er til að framkvæma eftirlit með innflutningi/útfluttningi á dýraafurðum. Það eru aðrar viðurkenndar rannsóknastofnanir sem framkvæma athugun á heilnæmi og niðurstöður þeirrar úttektar þurfa að falla innan skilgreinds ramma. Í sinni einföldustu mynd getur hver sem er lesið þær niðurstöður af blaði og borið saman við þær tölur sem við eiga.

Ég veit ekki til þess að leitað sé af kúariðu í kjöti, hvað þá á Íslandi.

Á meðan hægt er að selja hross í EU sem eitthvað allt annað þá get ég ekki séð hvernig dýralæknar á Íslandi geti tryggt eitt eða neitt varðandi steindauð dýr til átu. Þeir ættu frekar að snúa sér að því að hugsa um velferð dýranna á meðan þau eru á lífi, þar liggur menntun þeirra til.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.5.2015 kl. 07:43

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hárrétt Sindri.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2015 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband