28.3.2015 | 11:35
Röng túlkun
Sú túlkun að fjöldi tónleikagesta jafngildi fjórðungi þjóðarinnar er alröng. Hver gestur getur keypt fleiri en einn miða, og gerir það gjarna, svo fjöldi seldra miða segir nákvæmlega ekkert um hversu stórt hlutfall þjóðarinnar sótti tónleikana.
Það er allt eins líklegt að eftir tilkomu Hörpunnar fari fólk einfaldlega oftar á tónleika. Meðan hljómsveitin var í Háskólabíói var eiginlega vonlaust að fara á tónleika nema ná sæti einhvers staðar framarlega í salnum. Því sleppti maður því oft að fara ef uppselt var í fremri hlutann. Í Hörpu skiptir þetta ekki lengur máli auk þess sem miklu fleiri sæti eru í boði. Sjálfur fer ég miklu oftar á sinfóníutónleika eftir að Harpan tók til starfa. Reikna með að það eigi við um fleiri.
Fjórðungur þjóðarinnar á Sinfó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvað eru þeir margir sem aldrei hafa farið og aldrei munu fara í Sinfóníuna, Óperuna eða Þjóðleikhúsið?
Högni Elfar Gylfason, 28.3.2015 kl. 12:57
Akkúrat málið Högni. Jafnvel þótt 320.000 miðar seldust gætu það allt eins verið sömu 32.000 einstaklingarnir sem færi bara 10 sinnum hver en hinir aldrei.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.3.2015 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.