Engar líkur á lokun

Eins og fram kemur í grein Einars Júlíussonar eðlisfræðings í Blaðinu í dag er orkuverð til Alcan í Hafnarfirði stórlega niðurgreitt. Engar líkur eru því til þess, að álverinu verði lokað þótt ekki verði af stækkun þess. Samkvæmt grein Einars er jafnframt ljóst að verð til stækkunarinnar verði svipað og Alcoa greiðir fyrir orku frá Kárahnjúkavirkjun. Sé tekið tillit til áætlaðs kostnaðar við jarðvarmavirkjanir er ljóst að sú orkusala stendur ekki undir sér. Hagkvæmasta niðurstaðan út frá þjóðhagslegum sjónarhóli er því væntanlega sú að ekki verði af stækkuninni.
mbl.is Hvetja Hafnfirðinga til að taka þátt í íbúakosningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Þessi grein er í Blaðinu en ekki Fréttablaðinu.  Hann rekur samningaviðræður við Alusuisse og þróun verðs.  Það var líka gert hér.

Pétur Þorleifsson , 2.3.2007 kl. 09:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir ábendinguna. Blaðið var það. Hér með leiðrétt.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er best fyrir alla að stækkun verði ekki.  Stækkuninn mun ekki ráða úrslitum hvort alcan starfi áfram eða loka.  seigum nei við stækkun

Þórður Ingi Bjarnason, 2.3.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Raforkusamningar renna út 2014, það er staðreynd og algjör óvissa eftir það. Það stendur ekki til að loka fram að því en eins og ég sagði veit engin hvað gerist svo. 

Tæknin hjá Isal er að úreldast, sami fermetrafjöldi með nýjustu tækni afkastar þrefalt á við þessa 40 ára gömlu tækni. Það sjá því allir sem vilja að fyrirtækið MUN EKKI starfa áfram í núverandi mynd eftir 2014 því það verður hreinlega ekki samkeppnishæft.

Það er alveg sama hvað það fær ódýrt rafmagn að ef tæknin stendur ekki fyrir sínu mun það úreldast. Árið 2014 verður tæknin orðin um 50 ára gömul, hvaða fyrirtæki getur haldið þannig rekstri áfram?

Haldið þið virkilega að þessar virkjanir væru gerðar ef tap væri á þeim, mynduð þið gera það? Af hverju ætti einhver að gera það?

Skoðið allar hliðar málsins, ekki eina og ekki tvær, heldur allar. 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 2.3.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt úttekt dr. Páls Harðarsonar hafa virkjanir fyrir stóriðju skilað 3% arðsemi á ári. Það er langt undir eðlilegri kröfu. Virkjanirnar hafa verið byggðar þrátt fyrir tap í því skyni að skapa atvinnu - en atvinna sem er sköpuð með ríkisstyrkjum veikir efnahagslífið en styrkir það ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband