20.12.2011 | 00:18
Ömurleg lífsreynsla
Ég held að tæpast sé hægt að hugsa sér ömurlegri lífsreynslu en þá sem þetta fólk lenti í. Að missa ekki aðeins alla búslóð sína heldur líka mörg af mikilvægustu listaverkum þjóðarinnar, sem auðvitað hafa miklu meira gildi en bætt verður með fé, og ekki aðeins fyrir eigendurna heldur fyrir þjóðina alla.
Ekki bætir svo úr skák að þurfa að sitja undir dylgjum og aðdróttunum ömurlegra karaktera sem hugsa um fátt annað en hvort næsti maður hafi það skárra en þeir sjálfir.
Vont að sitja undir dylgjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þetta listaverkadrasl var svona óskaplega verðmætt, hví keyptu þessir einstaklingar ekki sjálfir extra tryggingu á dótið, meðan á flutningi stóð? Varla hefði það sett þau á höfuðið?
Mér finnst óeðlilegt að ríkið borgi meira en ákveðna upphæð fyrir búslóðina, og sú upphæð sé miðuð við venjulega búslóð. Það sem fram yfir er á fólk auðvitað að tryggja.
Það getur verið meira tjón fyrir fátækling að missa eina eftirprentun af ljósmynd, en fyrir ríka fólkið að missa heilt listaverkasafn.
Munið eftir orðum Jesú Krists: "Safnið yður ekki auðæfum á jörðu, þar sem mölur og ryð granda, og svo framvegis.
óli (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 07:28
Ríkið skuldbindur sig til að tryggja búslóðir flutningsskyldra starfsmanna. Samningurinn er nákvæmlega sama eðlis og ef maður semur um tryggingu við tryggingafélag sitt.
Fyrst þér finnst sjálfsagt að ríkið standi ekki við slíkan samning finnst þér væntanlega líka allt í lagi að tryggingafélög svindli á viðskiptavinum sínum. Þér finnst þá væntanlega líka allt í lagi að vinnuveitandi þinn taki það bara upp hjá sjálfum sér að greiða þér ekki launin, til dæmis af því að honum finnist þú ekki eiga það skilið eða þurfir þau ekki öll!
Það er kjánalegt að vísa í þessa ritningargrein í þessari umræðu. Kristur var ekki að meina að menn ættu ekki að standa við samninga.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2011 kl. 08:59
Fólk virðist ekki almennilega gera sér grein fyrir því að ríkið var flutningsaðili þessarar búslóðar, ekki þetta fólk..
Óli, ríkið hefur farið þá leið að eyða ekki peningum í tryggingar enda eru þeir það stórir að það væri dýrara að greiða iðgjöldin en að taka bara ábyrgð á því tjóni sem til fellur.. Held þú þurfir ekkert að efast neitt um það að ef ríkið tryggði ekki búslóð í svona tilfellum þá hefði þetta fólk keypt sér tryggingar.
Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.