Endalausir fyrirvarar!

Ef það eru ekki stjórnvöld sem flækjast fyrir er það bara eitthvað annað. Nú er búið að skylda HS orku, og líklega Orkuveituna líka, til að selja orku til Helguvíkur. Það skiptir engu máli þótt þeir hafi samið af sér og muni tapa á sölunni. Þeir eiga einfaldlega að afhenda orkuna og til þess þarf náttúrulega að virkja.

En þá kemur að fjármögnun. Hún fæst auðvitað ekki til að byggja virkjun til að selja orku undir kostnaðarverði. En hvernig á þetta eiginlega að vera? Eiga fjármagnseigendur, vogunarsjóðir og erlendir kröfuhafar semsagt að stöðva hér allar framfarir endalaust? Af hverju er ekki bara hægt að rjúka af stað og láta ríkið ábyrgjast allt heila klabbið? Er það nema dropi í hafið miðað við allar hinar skuldirnar?
Hvað segja Suðurnesjamenn við þessu?


mbl.is Eftir að fjármagna virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband