3.11.2011 | 23:30
Vitanlega hafa háir skattar engin áhrif
Háir skattar hafa auðvitað engin áhrif á svarta vinnu, ekkert frekar en hærra eldsneytisverð dragi úr umferð, hærra áfengisverð dragi úr áfengisneyslu eða hærri skólagjöld dragi úr ásókn í háskólanám.
Það er gott að vita til þess að slíkar mannvitsbrekkur sitji á þingi.
Það er gott að vita til þess að slíkar mannvitsbrekkur sitji á þingi.
Háir skattar skýra ekki skattsvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er ótrúlegt hvað þessi maður getur látið út úr sér. Auðvitað hefur þetta áhrif hvort á annað og þegar almenningur sér fram á það að allur ávinningur hjá því fer ekki lengur í vasa þess heldur beint í skatta þá er annað hvort að sætta sig fátækt og betl eða grípa til annarra ráð og er ekki til máltæki sem segir að nektin kennir fólki að spinna...
Þessir menn Björn Valur eða Steingrímur vilja ekki sjá að ákvarðanir þeirra hafi þessi áhrif vegna þess að það segir þeim að ætlunarverk hafi mistekist í velferð...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.11.2011 kl. 23:46
Hann opinberar það sem er (eða réttara sagt er ekki) í hausnum á honum. Og þetta var kosið á þing...............
Jóhann Elíasson, 3.11.2011 kl. 23:56
B V Gíslason er í VG og það segir heilvita fólki allt.
Auðvitað er ekkert samband á milli stökkbreytinga á lánum og að fólk geti ekki borgað. Þessi snillingur ætti að vera forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Ég segi bara - Guð minn góður, hvernig getur fólk (normalt) haldist við í þessu vesæla samfélagi án þass að æla.
Tek fram, að hrunaflokkarnir eru ekkert betri. Þetta er vesældarlegt afbrota samfélag, sem eyðileggur allar sálir.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 00:04
Haha... ég ætlaði að fara að segja hvort þér væri virkilega alvara. Góðir punktar, Þorsteinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 00:28
Ingibjörg, "neyðin kennir naktri konu..."
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2011 kl. 00:29
Gunnar, þetta er alveg rétt hjá þér en kannski er Ingibjörg þarna komin með nýtt máltæki? Þ.e. að þeir sem klæðast "keisarans fötum" reyni að snúa sig útúr bullinu með því að "spinna"... "Nektin kennir (þing)fólki að spinna" - hljómar bara ágætlega! ;-)
Þórarinn (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 00:43
Í þessari grein stendur orðrétt.
" Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherrans þáverandi var talið að umfang skattsvika á Íslandi hafi þá verið 25-35 milljarðar króna á verðlagi ársins 2004."
Hvernig skýrir þú að skattsvik á árinu 2004 er 25-35 milljarðar ? Þessi tala er svo há að hún skagar upp í það sem ferðamannaiðnaðurinn var að afla á þessum tíma. Ég fæ greinilega ekki betur séð en að skattsvik hafa nákvæmlega ekkert aukist eftir aðgerðir ríkisstjórnarinn til þess að ná halla ríkissjóðs niður. Það er ámóta stór prósendu fjöldi fólks sem svíkur undan skatti eða fær borgað í svörtu.
Brynjar Jóhannsson, 4.11.2011 kl. 00:56
Sumir urðu að gefast upp strax á árinu 2008...aðrir 2009....enn fleiri árið 2010 og enn hefur þeim fjölgað árið 2011. Það lítur út fyrir að bætist í hóp þeirra sem falla árið 2012 líka því ríkisstjórnin virðist hafa einsett sér að sleppa ekki keflinu hvað sem á gengur. Þeim er það meira virði að halda völdum en að fólkið í landinu nái að halda því sem það hefur með þrautseigju og dugnaði unnið fyrir í fjölda ára. Þ.e. húseignum sínum og heimilum. Það er sko ekki jóku og hirðfíflum hennar að þakka að enn skuli finnast fólk sem heldur geðheilsu sinni og nær að halda fjölskyldu sinni saman.
assa (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 01:27
Björn Valur meinti þetta vel og er eiginlega að senda "fávitunum" (flokksfélugum) á þingi tóninn. Skattar á Íslandi hafa alltaf verið brandarar, og eru brandarar og munu vera það áfram. Það er ekki skattur í sjálfu sér sem er málið, heldur að það skuli vera stór hluti af skattapeningum sem er notaður til að halda peningarónum Alþingis í gangi sem eru ráðnir sem þjónar fólks, embættismenn og allt mögulegt.
Menn mega allveg fara að skoða í hvað skattapeningar fara...og búa sig undir stærsta sjokk í sínu lífi...
Mér er alveg sama um alla umræðum um fjármál á Íslandi. Ríkisstjórn Ísland er blátt áfram hlægileg og ef hún væri heiðarleg, myndi hún segja af sér. Enn af því hún er það ekki, verður að kjósa hana burt. Verst er að hún skuli fara frá völdum án þess að verða kærð fyrir landráð og látin svara fyrir svik sín við fólkið í landinu....
Óskar Arnórsson, 4.11.2011 kl. 03:11
Björn Valur er öskrandi skólabókardæmi um það skelfilega litla andlega atgervi sem nú dvelst í sölum alþingis. Maðurinn er bæði vitlaus og heimskur nema hvorttveggja sé. Það er sorglegt að þetta skuli vera örlög alþingis Íslendinga, að vera skipað fólki eins og þessu viðundri.
corvus corax, 4.11.2011 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.