Kynjaklisja - góðir punktar samt

Það að pólitískt áhugasvið fólks ráðist fyrst og fremst af kyni er klisja sem styðst ekki við nein rök. Efnahagsmál eru ekkert einkamál karlmanna neitt frekar en skólamál séu einkamál kvenna.
En það er hárrétt hjá Sóleyju að þegar rætt er um afleiðingar hrunsins er auðvitað fáránlegt að einblína á efnahags-, gjaldeyris- og bankamál. Það er ekki síður mikilvægt, og jafnvel mikilvægara, að skoða áhrif á fjölskyldulíf, menntun, velferð og síðast en ekki síst siðferði og viðhorf í samfélaginu. Skoðun á þessum þáttum gefur miklu betri vísbendingu um líkurnar á öðru hruni en verðbólguhorfur og hagvaxtartölur.
En ég er ekki viss um að þessi mál væru neitt frekar rædd á þessari ráðstefnu þótt þar væru fleiri konur. Því, eins og feministinn sagði um Margréti Thatcher - það væru ekki "alvöru konur".
mbl.is Hvar eru konurnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er ekkert athugavert við karllæg gildi: Festu, áræðni, samkennd, umhyggju, ábyrgðartilfinningu. Ég veit þetta, því að ég er karlmaður og hef þessa nefndu eiginleika alveg eins og flestir aðrir menn sem ég þekkja.

Hins vegar á þessi femínistatugga um kynjaða hagstjórn ekkert erindi neins staðar nema í fundarherbergjum Femínistafélagsins.

Vendetta, 27.10.2011 kl. 20:24

2 Smámynd: Vendetta

Annars fannst mér þessi bandaríski hagfræðingur sem tekinn var tali í fréttunum ekki nógu gagnrýninn á ríkisstjórnina og sama má segja um aðra erlenda ræðumenn. Þá er ég að tala um beina gagnrýni í staðinn fyrir að einungis gefa það í skyn að ríkisstjórnin sé algjörlega duglaus og ráðalaus.

En það var gott að fá það útpenslað að Ísland á ekkert erindi í ESB. En það er ekki hægt að búast við því að Jóhanna og Steingrímur hlusti, þegar sannleikurinn er sagður, enda eru þau algerlega einangruð frá veruleikanum.

Vendetta, 27.10.2011 kl. 20:31

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það eina sem er athugavert við karllæg gildi og reyndar við kvenlæg gildi líka er að þau eru hvorki karllæg né kvenlæg. Það má best merkja á því að flest þau gildi sem þú nefnir að ofan má endalaust deila um hvort séu karllæg eða kvenlæg eða bæði. Ég efast til dæmis um að margar mæður myndu samþykkja að umhyggja og ábyrgðartilfinning væru eitthvað frekar karllæg en kvenlæg gildi.

Kynjuð hagstjórn er þrugl. Ég er sammála því. En Sóley hefur alveg rétt fyrir sér í því að umræða um hrunið hefur að allt of miklu leyti snúist um einber efnahagsmál. Því ætti að breyta.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.10.2011 kl. 23:07

4 identicon

Enn og aftur svertir þú nafn Vendetta. Af hverju í óksöpunum ætti V að vera á móti kynjaðri hagstjórn eða almennt taka afstöðu í málum sem snúa að feminisma, ESB, Kvóta og fl. Algjörlega útí hött. Jafn súrt og ef ég myndi búa til acoount undir nafninu Hannibal Lecter og vera svo alltað að mæla með frelsi, mannúð og segja skoðun mína á velferðarmálum. 

Jakob Ó (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 12:00

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skil ekki þetta sjónarmið Sóleyjar.

Umræðan á að snúast um málefni en ekki kyn. Ef pólitísk sjónarmið femínista í efnahagsmálum hafa hvergi hljómgrunn, hvers vegna ætti þá að eyða tíma ráðstefnugesta í ræðuhöld á þeirra vegum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband