8.8.2011 | 22:51
Skárra en margt annað, en samt...
Neysluskattar eru að mörgu leyti mun skárri skattlagningarleið en tekjuskattar. Bæði getur fólk dregið úr áhrifum þeirra með því að minnka neyslu og eins hafa þeir minni vinnuletjandi áhrif en tekjuskattar. Með því að skattleggja neyslu fremur en tekjur er jafnframt hvatt til sparnaðar.
Við þær aðstæður sem nú eru uppi - lífskjör hafa versnað hratt, skattar hafa hækkað verulega, gjaldeyrishöft og furðulegar skattareglur hamla uppbyggingu og einkarekstri - er hins vegar líklegt að hækkun neysluskatta komi verr niður á þeim sem hafa það verst en við venjulegar aðstæður enda hefur fólk þegar dregið úr neyslu eins og kostur er.
Það er því líklega rétt hjá Sigmundi Davíð að hækkun virðisaukaskatts á matvöru komi verst við þá sem síst mega við því.
Eina leiðin til að rétta af stöðu ríkisins nú er að skera niður. Það hefur ríkisstjórninni ekki tekist að neinu marki, enda kannski ekki við því að búast. Það veldur meiri áhyggjum að stjórnarandstæðingar skuli ekki gera neina tilraun til að setja fram vegvísa til samdráttar í rekstri ríkisins en eyða tíma sínum og orku í það eitt að kvabba yfir að ríkið skuli ekki skuldsetja sig enn meir en orðið er til að fjámagna alls kyns framkvæmdir sem engin nauðsyn er á. Kröfur þessar eru ávallt settar fram í nafni hagvaxtar, en það gleymist að betra er að hafa minni hagvöxt en að ná honum fram með opinberri skuldsetningu. Hagvöxtur er mælikvarði á virkni og þróun hagkerfisins, ekki markmið í sjálfu sér.
Virðisaukaskattshækkun á mat? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þú þarft að prófa að lifa af atvinnuleysisbótum eða svipuðu áður en þú segir að neysluskattar séu jákvæðir og að fólk geti dregið saman.
GunniS, 9.8.2011 kl. 00:08
Ég sagði ekki að neysluskattar væru jákvæðir, heldur að þeir væru skárri en tekjuskattar. Ég sagði líka að fólk væri þegar búið að draga úr neyslu eins og kostur er og því hefðu hækkaðir neysluskattar líklega verri áhrif á þá tekjulægstu en við aðrar aðstæður. Þar á meðal eru þeir sem þurfa að lifa af atvinnuleysisbótum eða lægst launum. Það er raunar illskiljanlegt að fólk skuli yfirleitt geta dregið fram lífið sé það í þeirri aðstöðu.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.8.2011 kl. 10:02
Þetta gekk ágætlega upp í Eistlandi, enda flatur skattur þar 21% á línuna.
Megum margt læra af Eistum í þessum málunum.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 14:34
Hagfræðingur og rekstrarráðgjafi veit ekkert um líðan fólksins sem þjáist hér á landi, hvað þá í öðrum löndum.
Heiðar Bergs (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.