Tækifæri til samkeppni - Verndargjöld

Að minnsta kosti tvö einkafyrirtæki bjóða nú upp á sorphirðu. Nú þegar hækka á sorphirðugjöld hjá helmingi borgarbúa um fjórðung ætti að vera lag fyrir þessi fyrirtæki að fara að bjóða upp á slíka þjónustu í samkeppni við borgina.

Annars vekur furðu að enginn skuli hafa gert athugasemdir við að þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um sparnað standi ekki til að segja neinum upp hjá sorphirðunni. Því er haldið fram að helmingur tíma sorphirðumanna fari í að sækja tunnur inn á lóðir og þannig gefið í skyn að um helmingssparnað sé að ræða. Hvert barn sér vitanlega að blekkingum er beitt:

Sé það rétt að helmingurinn af tíma öskukarla fari í að labba eftir tunnum og gert ráð fyrir að með 15 metra reglunni þurfi þeir að labba fimm metrum styttri vegalengd að jafnaði þýðir það tímasparnað upp á um það bil 12%. Hins vegar verður að taka með í reikninginn að hluti af þessum tíma fer í að færa tunnurnar upp á bílinn og taka þær niður aftur. Á endanum er sparnaðurinn því vafalaust enn minni, hugsanlega milli 5 og 10% í besta falli. Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að engum verður sagt upp.

Ábyrg stjórnarandstaða hefði bent á þetta í málsmeðferðinni, ef hún væri þarna.

En hvað er til ráða nú fyrir þá sem ekki sætta sig við að greiða gjald sem bæði er ósanngjarnt og ólögmætt og minnir helst á tolla þá sem sum samtök erlendis innheimta fyrir vernd gegn sjálfum sér? Einfaldast og áhrifaríkast er vafalaust að fórnarlömb "verndargjaldsins" færi tunnur sínar út á gangstéttar og láti þær einfaldlega velkjast þar um. Það er vafalaust fljótlegri leið til að stöðva vitleysuna en málaferli. 

 


mbl.is Mikið hringt út af sorphirðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband