Veikburða undir lokin

Greinin byrjar ágætlega, en heldur er málflutningurinn veikburða undir lokin. Í stað þess að setja fram þau rök að þar sem regluverk ESB bannar ríkisábyrgð á innstæðutryggingum komi hún ekki til greina er vælt um að líklega muni Íslendingar þurfa að taka á sig þyngri byrðar eftir dómsniðurstöðu.

Þetta er málflutningur einstaklings sem hefur lagt allt undir í máli, tapað og á nú að fara að tala máli andstæðinganna. Slíkt geta fáir gert vel, kannski enginn.

Það gengur auðvitað alls ekki að fólk í slíkri stöðu verði nú í forsvari fyrir hagsmunum Íslands. Í þeim orðum felst engin persónuleg gagnrýni á Jóhönnu eða Steingrím, aðeins raunsætt mat á því hvað er sálfræðilega mögulegt.

 


mbl.is Grein eftir Jóhönnu í Guardian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það kæmi ekki á óvart að Steingrímur og Jóhanna gengu með grasið í skónum á eftir Bretum og Hollendingum um að fara með málið fyrir dómstóla, því það er hæpið að þau geti nagað þröskuldinn sjálf við það á sama hátt og þegar þaugrétu út icevae3 eftir að þjóðin hafði hafnað icesave2 afgerandi. 

Magnús Sigurðsson, 13.4.2011 kl. 11:50

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll algerlega samála þér og löngu búin að fá nóg af undirlægjuhætti stjórnvalda og stjórnarandstöðu nú síðast Sjálfstæðisflokk með Bjarna Ben í forsvari!

Sigurður Haraldsson, 13.4.2011 kl. 11:50

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú hittir þarna naglaskrattann á höfuðið, Sigurður. Vandamálið er nefnilega hvað ætti að koma í staðinn ef skötuhjúin færu frá. Varla nafni litli með flokkinn upp á móti sér. Kannski minnihlutastjórn Sigmundar Davíðs, að því gefnu að hann losni fyrst við krataparið úr flokknum sínum?

Þorsteinn Siglaugsson, 13.4.2011 kl. 12:24

4 Smámynd: Elle_

Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég las yfirsögn fréttarinnar var: Ó, guð minn góður.  Núverandi stjórnarflokkar ættu ekki að vera að tala máli okkar núna.  ALLS EKKI.  Það mun aldrei ganga og þið lýsið þessu vel.

Elle_, 13.4.2011 kl. 12:28

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir, það mun vekja furðu ef einhver þessa fjóra flokka sem hafa verið við lýði nú síðustu ár muni geta fengið næg atkvæði til að mynda stjórn!

Sigurður Haraldsson, 13.4.2011 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 287348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband