Langvinnt aprílgabb

Íslendingar eru vissulega lottóþjóð - við sitjum og bíðum eftir að vinna í happdrætti og trúum því statt og stöðugt að við séum klárust og best í heimi - þótt við séum meira á hausnum en flest önnur lönd.

Það kitlar kjánastoltið hjá mörgum þegar einhverjir fuglar í útlöndum hrósa landi og þjóð. En er þetta nú ekki orðið einum of? Er ekki fyrsti apríl örugglega búinn, annars?


mbl.is Leita til Íslands vegna umhverfismála og andstöðu við stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úlfar í sauðargæru, ekkert meira um þessa menn hægt að segja.

Þórður S. (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 11:04

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ótrúleg forsendan sem sett er fyrir þessu, ótti við framtíðina...

Ef að þessir menn og börn þeirra eiga svona mikinn pening þá eiga þeir að búa til nýtt afl heima hjá sér til að sporna við þessu sem þeir óttast mest...

En hvað með konur þessarra manna, það kom fram einhverstaðar að það væri ekki verið að sækja um nýjan ríkisborgararétt fyrir þær...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 11:06

3 identicon

Jæja, seljum þeim bara nokkra passa, ekki eins og þeir séu eitthvað spes í heiminum en neitum þessu flóttamannapakki harðar en nokkur önnur þjóð.

Já og svo ætla þessir feitu fiskar auðvitað að búa á Íslandi er það ekki, með lögheimili er það ekki, og því vilja þeir borga skattana sína á Íslandi er það ekki ?

Kunna fréttamenn ekki að spyrja út í þaula -- fáránleg frétt!!!

Jonsi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 11:07

4 identicon

Eiginkonanmín er erlend, og fær ekki ríkisborgararétt bara sissona, þó svo að við búum hér og borgum skatta og erum gift og eigum íslensk börn...

Til þess eins að fá landvistarleyfi þá þarf hún að taka HIV próf og fyrir öðrum kinsjúkdómum, safna ýmsum sakavottorðum, sýna fram á fyrri menntun,

og allt þetta þó svo að hún á íslenskan maka og íslensk börn.   Hún fær ekki ríkisborgararétt hér fyrr en hún hefur búið hér í a.m.k. 4 ár, ef ekki lengur

(þetta er alltaf að valsa á milli 7 og 4 ár), og þá auðvitað ef hún vill fá þennan andsk. ríkisborgararétt.

Nei en seljum þessum furstum nokkra passa, bara, ekkert að borga skatta hér í 4 ár, bara svona ... 

jonsi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 11:14

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við eigum að hafa sama kerfi og Ameríkanar. Þar verður þú að sína að þú sért hæfur sem innflytjandi og fara að lögum með vinnu þ.e. ef það vantar í einhvað fag þá færð ú grænakortið ef mannorð þitt er óflekkað. Eftir 5 ára stöðuga búsetu án þess að hafa svert mannorð þitt þá fyrst máttu sækja um Ríkisborgara rétt og aftur það verður þú að uppfylla skilyrðum. Ef þú uppfyllir þau skilyrði þá færð þú borgararétt. Það fær engin ríkisborgararétt fyrr en eftir 5 ár. Þetta er á hreinu. Skólavísa, viðskiptamannavísa og aðrar þá verður þú alltaf að fara heim í 2 ár og sækja svo um aftur með þessum skilyrðum. Það eru vísa lottó líka en alltaf 5 ár í borgararéttin. Já hann er ekki gefin. Það er hægt að fá vísa bæði í Kanada og USA ef þú fjárfestir í ýmsum fyrirtækjum og ef skapar 12 störf á einhvern hátt en aftur ekki borgararétt þar er alltaf 5 ár.   

Valdimar Samúelsson, 4.4.2011 kl. 11:18

6 identicon

Mér finnst dapurlegt í meira lagi að Íslendingar gefi þessu ekki gaum. Hvaða möguleika hefur þessi þjóð á vonarvöl til að bjarga sér - hvaða möguleika hefur hún til verðmætasköpunar - aðra en þá að ganga á náttúruauðlindir og hreinleika landsins?

Nú er ekki svo að ég sé sannfærð um að koma þessa fólks myndi skipta sköpum fyrir efnahag landsins, en ég tel að þjóð í þeim kröggum sem Íslendingar eru eigi að rýna vel í hvað þarna er á ferðinni.

Örþjóð þarf ekki mikið af góðri nýsköpun til að komast úr því fari að þurfa sifellt að bjarga sér með ofveiði og ágangi á auðlindir með tilheyrandi stóriðju.

Ég sé nákvæmlega ekkert fjarstæðukennt við uppgefnar ástæður þess að fólk þetta vilji til Íslands og að með í þeim pakka fylgi að það vilji rífa þjóðfélagið upp úr vandræðum sínum.  

asdis o. (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 12:32

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er auðvitað ósköp trúlegt að einhverjir tíu einstaklingar sem þekkja ekki haus né sporð á Íslandi vilji dæla hér inn ómældu fé af góðmennsku einni saman, hvað þá vegna þess að þeir haldi að hér sé ríkisreksturinn svo hagkvæmur og skynsamlegur eða að umhverfismál séu hér í svo góðu lagi. Fjárfestar hugsa fyrst og fremst um þann arð sem þeir geta haft af fjárfestingunni. Þar skiptir ríkisborgararéttur auðvitað engu máli. Allir vita að því fer fjarri að hér sé hagfellt umhverfi fyrir fjárfesta; gjaldeyrishöft eru hér við lýði, veik ríkisstjórn sem enginn veit hverju kann að taka upp á næst, einu auðlindirnar eru fiskur og orka, en fjárfestarnir segjast alls ekki ætla að fjárfesta í þessum greinum.

Frétt moggans um gullskipið fyrsta apríl var trúlegri. 

Þorsteinn Siglaugsson, 4.4.2011 kl. 13:22

8 identicon

Það er enginn að segja að þeir séu að koma út af "góðmennsku einni saman". En vilji auðmenn á annað borð velja sér Ísland sem framtíðarland, sem er jú nákvæmlega ekkert fráleitt, þá er meira en eðlilegt að þeir vilji þá jafnframt þoka því þjóðfélagi fram á við - tala nú ekki um þegar um örþjóð er að ræða, þar sem menn vita að það munar verulega mikið um hvert gott framtak. Nb. mér finnst sjálfsagt að taka þessu ekki nema að vel rannsökuðu máli, en mér finnst það satt að segja heimskulegur besservissismi að fullyrða að þarna sér ekkert nema skítur á ferð. Það er svo alltof alltof íslenskt að mynda sér skoðun með slíkum besservissisma, hugsunarlaust og af rembingi, og dapurlegt að horfa hér uppá það eina ferð enn, og það í máli sem gæti - ég fullyrði ekkert - verið mjög heillavænlegt fyrir land og þjóð. En Íslendingar breytast seint, svo vitaskuld er þetta vonlaust kvabb í mér. En mikið asskolli finnst mér þetta dapurlegt! asdisin@yahoo.com 

asdis o. (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 13:46

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásdís meinar þú þetta. Heldur þú að þetta fólk ætli að brauðfæða okkur með þessum 1700 milljörðum og heldur þú að þetta sé peningur án hvaða í því landi sem hann er nema að hann sé aflendspeningur.? Það setur engin pening í nokkuð nema fá það borgað á í mesta lagi einu ári. Þessi 

Valdimar Samúelsson, 4.4.2011 kl. 13:48

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur komið fram að þessi lögmaður sérhæfir sig fyrst og fremst í þeirri list að byggja upp vegabréfasöfn fyrir viðskiptavini sína til að lágmarka skattgreiðslur þeirra. Að öðru leyti vísa ég til skýringa í síðustu athugasemd minni. Barnaskapur og jólasveinatrú mun ekki bjarga okkur úr vondri stöðu, aðeins skynsemi og framtakssemi.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.4.2011 kl. 13:57

11 identicon

Ég veit vel hvað fram hefur komi um lögmanninn, en í því felst engin sönnun að hér sé skítur á ferð. Vissulega er hugsanlegt að hér sé skítur á ferð, en hvorki þú né við önnur getum fullyrt að svo sé. Að fullyrða slíkt er innihaldslaus besservissismi, það einfaldlega segir sig sjálft.

Framtakssemi bjargar okkur segirðu og ég tek undir: þetta gæti einmitt verið stórskynsamlega framtakssemi. Og gleymum ekki að framtakssemi þrífst ekki án fjármagns.

Ísland er varla svo morandi í hagvænlegri framtakssemi að ekki sé lítandi upp til að skoða hvað felist í þessu boði um framtakssemi.

asdisin@yahoo.com

asdis o. (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 14:21

12 identicon

Kannski voru mennirnir bara klaufar að velja sér lögfræðing sem vekur upp efasemdir.

Og eru þessir menn byrjaðir að byggja upp vegabréfasöfn? Væntanlega ekki. Og hyggi þeir á slíkt, hví skyld þeir þá velja Ísland? Ekki af því Ísland hafi sýnt að hér sé auðvelt að fá vegabréf.

Og ekki eru þeir að sækja í skattaparadísina okkar!

Og hér er ekki kjörland til fjárfestingar.

Pétur Blöndal svaraði því líklega best í Silfrinu í gær hver væri ástæða umsóknar þessarar; hann sagði altso: þetta sýnir okkur bara á hér er gott að vera! Og eyddi þar með fyrri rökum sínum í málinu.

Norðurslóðum er jú spáð hvað bjartastri framtíð og þar með nákvæmlega ekkert ótrúverðugt við að fólk í góðum efnum sjái framtíð sína hér, eins og Pétur segir. Og vægast sagt mjög trúverðugt þá að viðkomandi aðilar vilji jafnframt að þjóðfélagið sé ekki helaumt kreppuþjóðfélag.

Plís, verum ekki svona sveitamannslega samanklemmd í hugsunarhætti. Skoðum hverjar hætturnar af þessu gætu verið -  það vil ég að sjálfsögðu - en í guðanna bænum ekki vísa þessu frá með eintómum innihaldslausum besservissisma. 

asdisin@yahoo.com

asdis o. (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 14:55

13 identicon

Þurfum framtakssemi segirðu. Það er já líklegt að verði hér mikið um verðmætaskapandi framtakssemi næstu segjum fimm árin með lánshæfismat í ruslflokki! Ég held við séum ekkert of góð til að athuga hvað í þessu felst. Það er ekki af engu sem þjóðir - nú síðast Bretar - eru opnar fyrir svonalöguðu; þær vita jú að í þessu felst ÁVINNINGUR fyrir þær. Megum við ekki vera opin fyrir mögulegum ávinningi?  

asdisin@yahoo.com (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband