Hæstaréttardómarar segi af sér

Nú hafa þau undur gerst að löggjafarvaldið hefur samþykkt að vanvirða úrskurð dómsvaldsins í samfélagi sem byggt er á þrískiptingu ríkisvalds í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.

Slíkt er fáheyrt í vestrænum lýðræðissamfélögum en þekkist í ríkjum þar sem lýðræðishefð er óþroskuð og tilhneiging sterk til að umbylta stjórnarfari.

Það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir Hæstarétt þegar úrskurður hans er hunsaður með þessum hætti. Ég á erfitt með að sjá að dómarar við réttinn eigi annan kost en segja af sér, allir sem einn. Ástæða afsagnarinnar: Löggjafarvaldið hefur í raun rænt völdum með því að fara inn á svið dómsvaldsins. Hæstiréttur er skipaður til að gegna ákveðnu hlutverki innan ákveðins ramma. Ramminn er ekki lengur til staðar og því getur rétturinn ekki lengur gegnt hlutverki sínu.


mbl.is Stjórnlagaráð samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Já þau undur hafa gerst að minnihluti Alþingis hefur tekið völdin 30 þingmenn eru ekki meirihluti og þetta sýnir í hnotskurn það sem að er og það er að minnihluti Alþingis getur komið fram samþykktum og lögum vegna þess að menn mæta ekki eða sitja hjá.  Í raun á hjáseta ekki að vera til í dæminu á þingi það á að vera annað hvort eða og það á að vera minnst 32 atkvæði til að mál nái í gegn á þinginu.

En varðandi það að hæstaréttardómarar eigi að segja af sér vegna samþykkta minnihluta Alþingis þá er það algjörlega út í hött.  En hitt er svo annað mál hvað á að gera við fólk sem telur að fulltrúar sem kosnir voru af 17% þjóðarinnar séu það eina rétta er svo annað mál.

Einar Þór Strand, 24.3.2011 kl. 14:18

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski væri í löngu máli hægt að koma mér í skilning um valdheimild Hæstaréttar til að stöðva Alþingi við að skipa vinnuhóp. Stjórnlagaþing hefði ekki sett okkur nýja stjórnarskrá. Það vita allir. Stjórnarskránni breytir enginn nema kjósendur; þjóðin sjálf. Það var tímabært fyrir áratugum að skipa stjórnlaganefnd og hún var skipuð. Stjórnmálaöfl á Íslandi hafa fráleitt öll mikinn þokka á einhverju því sem skert gæti alræði meirihluta Alþingis. Svo vel man hálfáttræður maður til pólitískra vinnubragða á Íslandi. Og þess vegna dagaði uppi vinna stjórnlagaþings þess sem Jón Kristjánsson stýrði.  Það sem mikill fjöldi þessarar þjóðar hefur lengi beðið eftir er ákvæði um beint lýðræði við tilteknar pólitískar aðstæður. Það er í raun eitt veigamesta mál stjórnlagaráðs að forma þær reglur.

Þarna bar lýðræði og almenn greind Hæstaréttardómara sjálfstæðisflokksins ofurliði á dag.

Það var ánægjulegt að sjá Alþingi loksins vinna fyrir þjóðina en dapurlegt jafnframt hversu margir féllu þar á léttu prófi. En hún er mörgum brött og torfarin þroskaleiðin Þorsteinn.

Árni Gunnarsson, 24.3.2011 kl. 16:28

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hæstiréttur hefur enga valdheimild til að stöðva athafnir Alþingis. En sé þrískipting ríkisvaldsins virt á Alþingi heldur ekki að hafa heimild til að virða að vettugi dóm Hæstaréttar. Slíkt gerist aðeins í bananalýðveldum, einmitt þar sem umræðan mótast af hugsun fólks sem er fyrirmunað að taka málefnalega afstöðu en hrærir alltaf eigin skoðunum og tilfinningum gagnvart fólki eða flokkum saman við öll mál svo úr verður illþefjandi grautur.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2011 kl. 16:36

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ennfremur, Árni: Fyrst þú nefnir alræði Alþingis, er það ekki einmitt dæmi um slíkt alræði þegar þingið tekur fram fyrir hendur Hæstaréttar og skipar í stjórnlaganefnd akkúrat sama fólkið og rétturinn hafði komist að niðurstöðu um að væri ólöglega kjörið til að sitja í henni?

Vestræn lýðræðissamfélög snúast ekki aðeins um að meirihlutinn ráði heldur að valdinu sé skipt til að tryggja sem best öryggi borgaranna gagnvart valdsmönnum. Þess vegna skiljum við að framkvæmdavald og löggjafarvald. Þess vegna höfum við 26. grein stjórnarskrárinnar. Og þess vegna höfum við sjálfstætt réttarkerfi og gerum þá kröfu að valdamenn virði niðurstöður þess.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2011 kl. 16:49

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvar setti Hæstiréttur fingurinn á þau atriði sem máli hefðu skipt? Var einhver misrétti beittur? Var einhver tekinn af fulltrúum löggjafans eða stjórnsýslunnar og borinn inn á gullstóli? Á hverjum var brotið?

Það er lengi hægt að fylla texta með orðskrúði á borð við "öryggi borgaranna" en þú nefnir 26 gr. stjórnarskrár. Það man ég kannski betur en þú að þá grein stjórnarskrár taldi Jón Steinar Gunnlaugsson einn af núv. dómurum Hæstaréttar ekkert gildi hafa eftir að fjölmiðlafrumvarp Davíðs vinar hans Oddssonar var synjað staðf. af forseta Íslands. Í Hæstarétti sitja menn sem eru ekki meira en menn. Og þegar þeir dæma að lög hafi verið brotin en benda ekki á að á neinum hafi verið brotið skulum við bara takast á um það. Það er ekki talið skynsamlegt að deila við dómarann en hvergi hef ég séð það bannað.

Árni Gunnarsson, 24.3.2011 kl. 17:53

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Árni Hæstiréttur setti fingurinn á að landskjörstjórn bannaði utanaðkomandi eftirlit á talnigarstað og þunnir seðlar.  Ástæðan fyrir að kosningin var ógillt þó ekki hefði verið hægt að segja að ágallarnir hafi haft áhrif var dómur um ógildingu sameiningarkosninar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar þar sem kært var vegna of þunnra atkvæðaseðla og viðurkennt var að það hefði ekki haft áhrif .

Einar Þór Strand, 24.3.2011 kl. 19:08

7 Smámynd: GAZZI11

Ég held að bottm lænið sé að  "Íslensk stjórnmál eru gjaldþrota" 

GAZZI11, 24.3.2011 kl. 20:06

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Árni, það skiptir engu í þessu máli hversu sterkar eða veikar þér, mér eða öðrum finnst forsendurnar í úrskurði Hæstaréttar. Málið snýst aðeins um að þrískipting ríkisvaldsins sé virt.

26. grein stjórnarskrárinnar er til þess hugsuð að tryggja öryggi gagnvart valdhöfum. Hver bærilega gefinn maður getur auðvitað sagt sér það sjálfur en þú virðist halda að það sé "orðskrúð" að benda á þann augljósa hlut. Það skiptir auðvitað ekki nokkru einasta máli hvað Jóni Steinari Gunnlaugssyni finnst um 26. grein stjórnarskrárinnar, veðrið eða hvað annað sem vera skal. Það skiptir heldur engu máli í þessari umræðu hverjir vinir hans eru, eða vinir þínir eða vinir mínir eða einhverra annarra manna.

Vandinn við umræðu hérlendis, sem kristallast einmitt svo vel í þessum skrifum þínum, er að mönnum virðist svo oft alveg fyrirmunað að hugsa um málefnin sem slík, alltaf blandast inn persónulegur og pólitískur krytur og veldur því að allt fer einhvern veginn í graut.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2011 kl. 22:06

9 Smámynd: Árni Gunnarsson


Við höfum fullt leyfi til þess að takast á um dóma Hæstaréttar. Þeir eru misgóðir eins og mennirnir sem fella þá. Og að skiptir heilmiklu að dómarar þarna séu þokkalega lausir við pólitískan heilaþvott. 

Skiptir eiginlega höfuðmáli þegar pólitísk mál eru dæmd.

Árni Gunnarsson, 25.3.2011 kl. 09:03

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég gagnrýni ekki að tekist sé á um dóma Hæstaréttar. Ég gagnrýni að löggjafarvaldið fari á svig við dóma. Slíkt er tilraun til að umturna stjórnskipun landsins.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2011 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287301

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband