Áfram Jóhanna!

Lítt er ég hrifinn af flestu sem forsætisráðherra vor tekur sér fyrir hendur. Í þessu stóreinkennilega skrifstofustjóramáli hlýt ég þó að styðja hana heilshugar. Ráðið var í starfið eftir að ráðuneytisstjóri og ráðgjafi höfðu yfirfarið umsóknir, tekið umsækjendur í viðtöl og komist að þeirri niðurstöðu að í hæfnismati væri maðurinn sem ráðinn var númer eitt, en konan sem kærði númer fimm. Þá kemur kærunefnd jafnréttismála og úrskurðar að þau hafi verið jafnhæf, en án þess að hafa í rauninni neinar upplýsingar til að byggja á. Sumsé, gola í vatnsglasi.

En kemur þá ekki fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins í Kastljós í gær og reynir allt hvað hún getur að blása upp mikið fárviðri í vatnsglasi þessu. Fyrst og fremst snerist málflutningurinn um hvað forsætisráðherrann hefði einhvern tíma sagt um einhver önnur svipuð mál, hin gamla ad hominem aðferð slappra pólitíkusa, enn og aftur.

Það má ýmislegt um Jóhönnu Sigurðardóttur segja, hún er sósíalisti, spilar gjarna á öfund og óánægju almennings og lítt hefur gengið hjá stjórn hennar að leysa úr ýmsum brýnum málum. En að láta sér detta í hug að hún gengi vísvitandi framhjá jafnhæfri konu til að ráða kall í djobb er einfaldlega svo fáránlegt að hver sem reynir að halda slíku fram hlýtur með því sjálfkrafa að gjöra sjálfan sig að fífli.


mbl.is Segir kærunefnd hafa mat ráðgjafa að engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

sammála............

Eyþór Örn Óskarsson, 24.3.2011 kl. 09:57

2 Smámynd: Jón Sveinsson

ÞÁ HLÝTUR HÚN AÐ REKA ALLA SÍNA RÁÐGJAFA OG RÁÐA AÐRA Í STAÐINN ÞVÍ ÞEIR VALDA  EKKI STARFI SÍNU, OG EF EKKI ÞÁ ER HENNI NÁKVÆMILEGA SAMA UM RÉTTLÆTIÐ SEM ÉG TEL HENNAR HUGSUN VERA...

Jón Sveinsson, 24.3.2011 kl. 10:05

3 Smámynd: Sigurður Baldursson

En , ber hún enga ábyrgð sem yfirmaður ??

Sigurður Baldursson, 24.3.2011 kl. 10:59

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er engin leið að halda því fram að ráðgjafar og starfsmenn ráðuneytisins valdi ekki starfi sínu þótt kærunefndin komist að þessari niðurstöðu. Niðurstaða hennar er aldrei endanleg og virðist ekki byggð á neinni athugun á vinnubrögðum eða forsendum í ráðningarferlinu. Jóhanna ber auðvitað ábyrgð sem yfirmaður, henni ber að láta fara yfir ferlið og skoða hvort á því eru einhverjir ágallar. Það er hinsvegar fráleitt að henni beri að segja af sér vegna þessa máls.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2011 kl. 13:14

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ennfremur: Það væri mun heppilegra ef kærunefndin hefði tiltekið og rökstutt tilteknar brotalamir í ferlinu í stað þess að koma bara með sitt eigið mat. Það hefði verið gagnlegt.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2011 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 287356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband