24.2.2011 | 17:05
300 milljónir frá menntakerfi í atvinnubótavinnu!
Nú er komið í ljós hvers vegna skera á niður í skólum borgarinnar um mörg hundruð milljónir.
Það er til að borgin geti fjármagnað atvinnubótavinnu handa verktökum (og auðvitað þægilegt verkefnastjórastarf handa einhverjum góðum vini).
Ábyrg borgaryfirvöld myndu leggja megináherslu á að standa vörð um þá grunnþjónustu sem þau eiga að veita, ekki að sóa fé í verkefni sem er óþarft að vinna.
Er ekki nóg komið?
300 milljónir í atvinnuátak og viðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Borgin þyrfti hvort sem er að borga þessu fólki 150 þús kr framfærslu.
Borgin lýtur á það sem svo að það sé betra að borga fólki fyrir að gera eitthvað heldur en að gera ekki neitt.
Er það rangt viðhorf?
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 17:26
Það er ekki borgin sem greiðir atvinnuleysisbætur. Það er ríkið sem gerir það. Borgin er skyldug til að sinna grunnþjónustu, atvinnubótavinna er ekki hluti hennar.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.2.2011 kl. 17:38
Þetta er ótrúlegt ef það þarf verkefni fyrir þá sem enga atvinnu hafa hef ég tvívegis kom með þá hugmynd á fésinu í Dagbók borgarstjóra að leikskólarnir gætu tekið við sjálfboðaliðum frá Vinnumálastofnun. Þá væri hægt að sinna börnunum mun betur en hægt hefur verið. Nei frekar vilja þeir nota peninga við haldáhúsum. Börnin okkar eiga bara eina æsku og borgaryfirvöld eru á mjög hættulegri leið í skólamálum.
Ragnhildur Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 19:31
Borgin er skyldug til þess að tryggja grunnframfærslu eftir að atvinnleysisbæturnar detta út.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.