11.10.2010 | 10:42
Raunhæfar lausnir, takk!
Það vita allir sem vilja vita það að almennar skuldaniðurfærslur eru mjög kostnaðarsamar og gagnast ekki þeim sem mest þurfa á lausnum að halda.
Þegar fólk situr uppi með 50 milljóna skuld á 25 milljóna íbúð er auðvitað morgunljóst að það mun aldrei eignast neitt í þessari íbúð, alveg sama þótt skuldin sé lækkuð niður í 40 eða 45 milljónir.
Með niðurfærslu, lengingu lána, frestun eða öðru slíku er aðeins verið að lengja í hengingarólinni en ekki að leysa vandann. Eina raunhæfa lausnin er að gera fólki kleift að fara í þrot, skila húsnæðinu og bílnum til bankans og byrja að nýju með hreint borð. Til þess þarf að breyta gjaldþrotalögum þannig að við gjaldþrot afskrifist skuldir endanlega í stað þess að lánardrottnar geti elt þrotamanninn út yfir gröf og dauða.
Skuldavandi heimilanna ræddur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þorsteinn, ekki má bara einblína á verð húsnæðis núna. Verðið tekur breytingum. Mikilvægast er að greiðslubyrðin og höfuðstólsbyrðin verði færð í þá stöðu sem lántaki bjóst við. Einnig er mikilvægt að koma til móts við atvinnulausa, þar sem öll greiðslubyrði lána er nánast utan greiðslugetu, og loks þarf að breyta kröfuhafavilhallri löggjöf. Kröfuhafar taka áhættu sína í gegn um vexti á lánum. Þeir geta síðan tryggt sig á ýmsan hátt fyrir greiðslufalli og eiga því ekki að þurfa að leggja óheyrilegan viðbótarkostnað ofan á lántakann. Einnig á að setja hömlur á að lausafjárkrafa geti orðið að veðbandskröfu. Það er svo arfavitlaust, að slíkt sé hægt. Ef maður les í gegn um auglýsingar um nauðungarsölur, þá er ótrúlega stór hluti krafna komnar til vegna lausafjárkrafna. Þetta á einfaldlega að banna. Áhugavert væri að skoða þetta út frá eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.
Marinó G. Njálsson, 11.10.2010 kl. 11:01
Já, en, Marinó; verðið breytist en til lengri tíma fylgir það launum. Það gera lánin svo líka. 20% lækkun höfuðstóls breytir því litlu um dæmið sem ég nefndi. Það er vitanlega margt sem mætti betur fara varðandi réttarstöðu skuldara og lánardrottna. Slíku getur hins vegar verið erfitt að breyta eftir á gagnvart kröfum sem þegar eru orðnar til. Ég held hins vegar að breytt gjaldþrotalög sem gera fólki kleift að rísa úr öskustónni myndu leysa vanda margra. Þannig gætu t.d. atvinnulausir losnað við skuldabyrðina (sem þeir munu annars aldrei standa undir) og byrjað upp á nýtt. Slík breyting myndi líklega geta gengið án þess að hrina skaðabótamála fylgdi í kjölfarið og hún yrði ríkissjóði að kostnaðarlausu.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2010 kl. 11:09
... og ennfremur: Væri ekki hugsanlega ráð að nota tækifærið núna til að draga úr vægi séreignarstefnunnar. Séreignarstefnan ýtir undir verðbólur á fasteignum. Hún veldur miklu óhagræði, bæði vegna þess að það er miklu dýrara að selja fasteign og kaupa nýja en skipta um leiguíbúð, og vegna þess að sérhæfð leigufyrirtæki ættu miklu auðveldara með að ná hagkvæmni í viðhaldi eigna en einstaklingarnir. Þess utan eru fasteignir ekki skynsamlegur fjárfestingakostur fyrir einstaklinga.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.10.2010 kl. 11:13
Það er mjög mikilvægt að breyta vægi séreignar á húsnæðismarkaðnum, en það er erfitt á þeim lánakjörum sem eru. Ef við tökum 20 milljón kr. íbúð, þá segir ávöxtun ÍLS að fjármagnskostnaður af slíkri íbúð sé um 110 þúsund kr. á mánuði miðað við 5.500 kr. á hverja milljón. Síðan bætist við ýmis annar kostnaður, svo sem fasteignagjöld, viðhald, tryggingar o.s.frv. Viðhaldið er ákveðinn óvissuþáttur, en gerum ráð fyrir 3% á ári eða 600 þús.kr. fasteignagjöld og tryggingar eru síðan um 200 þús.kr. Alls gerir þetta kostnað upp á rúmlega 2,1 m. kr. eða 175 þús. kr. á mánuði. Síðan þarf eigandi arð og loks eru óvæntir þættir. Húsaleiga þyrfti því að vera hátt í 200 þ.kr. á mánuði til þess að þetta borgaði sig. Bæru lánin lægri vexti, þá lækkar greiðslubyrði lánanna.
Ástæðan fyrir því að svo margir eiga sitt húsnæði, er að fólk reiknar sér ekki fjármagnskostnað af eigin fé sínu í húsnæði. Núna þegar eigið féð er oft orðið að engu, þá má á vissan hátt segja, að fólk er neitt til að reikna allan kostnaðinn af húsnæði inn í greiðsluflæðið sitt.
En ég ítreka að mjög mikilvægt er að bjóða upp á fleiri kosti á húsnæðismarkaði. Mikilvægast er þó að koma hér á stöðugleika og ná fjármagnskostnaði niður.
Marinó G. Njálsson, 11.10.2010 kl. 11:56
Hér er bent á áhugaverða lausn sem gengur jafnt yfir alla.
Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.