Dýr atvinnubótavinna?

Tvennt stendur upp úr í þessari frétt:

1. Á þessu ári verður framkvæmt fyrir 600-800 milljónir króna. Svo segir: "Takist samningar um orkusölu..." verður haldið áfram með framkvæmdina. Það veit sumsé enginn hvort orkan muni seljast.

2. Uppsett afl virkjunarinnar er 80 MW. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690 MW. Á sínum tíma var áætlaður kostnaður við Kárahnjúkavirkjun 100 milljarðar eða 1,45 milljarðar á MW. Áætlaður kostnaður við Búðarhálsvirkjun er 26,5 milljarðar og kostnaður á MW því 3,3 milljarðar, eða meira en tvöfalt hærri.

Orkan frá Búðarhálsvirkjun verður þannig amk. tvöfalt dýrari en orka frá Kárahnjúkavirkjun. Ekki er vitað til að í sjónmáli séu neinir kaupendur að svo dýrri orku.

Það skiptir hins vegar væntanlega litlu fyrir sósíalista allra flokka sem nú sameinast um "uppbyggingu atvinnulífs" sem snýst í grunninn um að láta nógu marga menn styðja sig við skóflur einhvers staðar svo það líti út fyrir að þeir hafi eitthvað að gera.

Svo fá skattgreiðendur að blæða sem aldrei fyrr!


mbl.is Útboð vegna Búðarhálsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undarlegt, þessi forsjárhyggja stjórnvalda bundin í áætlunarbúskap undir pólitískri miðstýringu var lögð af í Sovétríkjunum og Austur- Þýzkalandi fyrir áratugum síðan!

Árni Gunnarsson, 10.2.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Þetta eru undarleg rök hjá þér að tala um dýra atvinnubóta vinnu hvað er hægt að kalla allar þessar nefndir sem hafa kostar tugi milljónir ef ekki milljarða ?? Það verður líka að taka með í reikingis líkanið sem þú ert að nota að síðustu mánuði hefur Ríkið verið að borga 1.8 til 2.8 milljarða í atvinnuleysisbætur þetta eru peningar sem að mínu mati væri betur varið í atvinnubóta vinnu . Ef þú reiknar inn í dæmið atvinnuleysisbætur og skertar tekjur heimilanna hver verður þá útkoman ?? þessi hugmynd manna um styrkja sprotafyrirtæki er ágætis hugmynd En ef maður notar svipur rök og þú notar þá snar breytast dæmin . Þess vegna styð ég þá hugmyndað fara af stað með þessa virkjun allstaðar í siðmenntum ríkjum er auknar framkvæmdir á vegum hins opinbera á meðan þessi kreppa er Nema hér á landi þar er heilu atvinnustéttirnar gerðar gjaldþrota

Jón Rúnar Ipsen, 10.2.2010 kl. 17:06

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er dýr atvinnubótavinna vegna þess að það er eiginlega augljóst af kostnaðartölunum að aldrei verður hægt að fá fullt verð fyrir orkuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2010 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 287356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband