Próf í hverju eiginlega?

Það kemur vissulega ekki á óvart þótt það sé "til skoðunar í ráðuneytinu" að láta þá sem vilja vinna við ráðgjöf í banka taka próf. Hér er auðvitað kjörið tækifæri til að bæta við svo sem eins og einni stjórn og einni stofnun. Ekki veitir af í atvinnuleysinu!

En í hverju á að prófa fjármálaráðgjafana? Eins og sumir vita var meginástæða þess að hugmyndir ráðgjafanna, og raunar flestra annarra, um framtíðina stóðust ekki sú að allt fjármálakerfi heimsins lenti í skyndilegri kreppu sem enginn gat í rauninni séð fyrir. Svo kom á daginn að staða íslensku bankanna var líklega langtum verri en nokkur vissi. Þar á meðal var íslenska fjármálaeftirlitið.

Í hverju á nú að prófa fjármálaráðgjafana svo almenningur geti treyst spám þeirra? Á að kenna þeim að spá í bolla? Eða spá í spil? Eða koma innýfli fugla eða stjörnuspeki að betri notum?

Í hverju á að prófa fjármálaráðgjafana? Kannski í að taka próf? Er einhver annar sem finnst þetta hljóma eins og brandari?


mbl.is Hver sem vill má veita fjármálaráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma grundvallaratriðinu. Hver á að prófa þá sem prófa fjármálaráðgjafa?

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 14:31

2 Smámynd: Maelstrom

Það er hægt að prófa fjármálaráðgjafa í ýmsu.  T.d. hvort þeir kunni að reikna út virði skuldabréfa, hvort þeir kunni að núvirða, hvort þeir kunni skil að undirstöðum í lögum um fjármálagerninga, o.s.frv.

Það eru ýmsar stéttir sem eru lögverndaðar s.s. verkfræðingar, lögfræðingar, læknar, endurskoðendur, arkitektar og fleiri.  Þessar stéttir eru margar hverjar skyldaðar til að hafa starfstryggingu þegar unnin eru ákveðin störf.  Það er ekki óvitlaust að gera fjármálaráðgjafa að lögvernduðu starfsheiti.  Ef hægt er að lögsækja þessa ráðgjafa fyrir lélega ráðgjöf verður ómögulegt fyrir lélega ráðgjafa að fá tryggingu eftir 2-3 klúður.  Þeir sem ekki kunna sitt fag detta því sjálfkrafa út úr faginu.

Hægt væri að krefjast ákveðinnar grunnmenntunar og síðan löggildingarpróf, ekki ósvipað og verðbréfamiðlunarprófin núna eða löggildingarpróf í endurskoðun.  Það myndi þá enginn mega titla sig fjármálaráðgjafa án þess að hafa svona próf.  Þetta stoppar auðvitað ekki þá sem vísvitandi brjóta af sér en þetta tekur þó alla vega út þá sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um.

Maelstrom, 8.2.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: Landfari

Já þetta getur verið svolítið snúið.

Í grunninn snýst þetta náttúrulega um að benda fólki á að taka ekki meiri áhættu en það hefur efni á að tapa án þess að missa ofan af sér og sínum.

Skrifa ekki upp á lán fyirr aðra nema hafa fjárhagslega burði til að geta greitt það án þess að sigla sjálfur í strand.

Annars er einfaldast að veita rétta fjármálaráðgjöf eftirá. Hitt er svo snúiða að það getur enginn gert það 100% með 100% vissu. Sama hvaða próf hann er með.

Landfari, 8.2.2010 kl. 15:27

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það verður hver maður að beita því sem hann á til að reyna að gera rétt það hefur sannað sig nú á tímum hrunsins ekkert er að breytast og enginn látin sæta ábyrgð bara sagt kannski mögulega hugsanlega, allir leika lausum hala búið að afskrifa eða verið að því valsa síðan um fjármálakerfi íslands með ránsfenginn kaupa það sem þeim listir á niðursettu verði með bankana sér til fulltingis, stjórnvöld sitja hjá vegna þess að þar er spillingin svo mikil að ekkert er hæg að aðhafast.

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 15:41

5 Smámynd: Maelstrom

Það er ekki hlutverk fjármálaráðgjafans að benda fólki á áhættuna í fjárfestingum nema ráðgjafinn sé fjárfestingaráðgjafi.  Það er nú þegar eftirlit með slíkum aðilum í fjármálafyrirtækjum landsins (FME sér um það).  Minn skilningur á fjármálaráðgjafa er ekki sá sem Landfari er með hér að ofan.  Minn skilningur er meira sá að fjármálaráðgjafi ráðleggi fólki hvernig á að standa að þeim verkefnum sem það ákveður að ráðast í.  Hvernig á að fjármagna, hvernig á rekstrarformið að vera, hvernig á eignarhald að vera, hvernig verða skattgreiðslur ef allt gengur upp, o.þ.h.

Það sem Landfari lýsir að ofan sé ég sem eignastýringu og ráðgjöf henni samhliða.  Það sem ég er að tala um er ráðgjafahlutinn af fjárfestingabankastarfsemi. 

Það eru ákveðin grundvallaratriði sem hægt að sjá fyrir.  Ef verkkaupi gefur upp ákveðnar forsendur og ráðgjöfin er augljóslega röng m.v. þær forsendur er komin grundvöllur fyrir skaðabótamáli.

 Dæmi: Maður kemur til fjármálaráðgjafa og segist ætla stofna frumkvöðlafyrirtæki.  Hugmyndin tekur 3-4 ár í þróun og eftir þann tíma er fyrirsjáanlegt að tekjur verði XXX á ári.  Ráðgjafi sem ráðleggur í svona dæmi verður að taka mið af fyrirsjáanlegu greiðsluflæði í ráðgjöfinni.  Ef fyrirtækið tekur lán til að fjármagna þróunina verður að taka tillit til sjóðstreymis fyrstu 3-4 árin.  Annars er eitthvað verulega mikið að ráðgjöfinni.  Ef það kemur skýrt fram í forsendum verkkaupa að engar tekjur komi fyrstu 3-4 árin ætti fjármálaráðgjafi sem horfir fram hjá þeim forsendum að vera skaðabótaskyldur.

Maelstrom, 8.2.2010 kl. 16:04

6 Smámynd: Landfari

Þetta er auðvitað rétt hjá þér Maelstrom. Fjármálaráðgjafi og fjárfestingaráðgjafi er sitthvor ráðgjöfin þó skörun sé óneytanlega hjá þeim.

Nema við lítum þannig á að fjármálaráðgjöf taki yfir allann pakkan og fjárfestingarráðgjöf sé ein af greinum fjármálaráðgjafar.

Landfari, 8.2.2010 kl. 17:40

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir góðar ábendingar. Er ekki málið einfaldlega það að það verður að treysta bönkum og fjármálafyrirtækjum fyrir því að ráða til sín fólk með bærilega mikið á milli eyrnanna og grunnþekkingu á því sem það á að fást við?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.2.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband