Varasamar uppgjörsaðferðir

Sú aðferð að verðmeta samninga af þessum toga til hækkunar eða lækkunar í bókhaldi hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum. Þá er í raun litið á samninginn sem eign og endurmatið snýst um að verðmeta þessa eign.

Þessu fylgja hins vegar umtalsverðir vankantar. Sá helsti er að niðurstöður mats af þessum toga geta verið afar tilviljanakenndar. Hér er verið að reyna að spá fyrir um þróun sem enginn veit í raun fyrirfram hvernig verður. Hérlendis eru oftast innlend endurskoðunar- eða ráðgjafarfyrirtæki fengin til að vinna matið. Þessi fyrirtæki hafa sjaldnast neina sérþekkingu á mörkuðunum sem um er að ræða, byggja mat sitt á afar takmörkuðum upplýsingum og ef miða á við þau möt sem sést hafa er gjarna kastað mjög til höndum í greiningunni. En jafnvel þótt leitað sé til sérhæfðra alþjóðlegra greiningaraðila er mönnum líka vandi á höndum. Staðreyndin er nefnilega sú að langtímaspár um verðþróun á hrávörumarkaði hafa afar sterka tilhneigingu til að standast alls ekki.

Svona endurmat eigna er í sjálfu sér skaðlaust svo lengi sem það er aðeins tala á blaði í bókhaldi fyrirtækisins. Í lántökum og viðskiptum með hlutabréf getur það hins vegar veitt bönkum og fjárfestum falskt öryggi og þannig leitt til rangra ákvarðana sem kannski væru ekki teknar væru þeir fyllilega meðvitaðir um þá miklu óvissu sem ávallt er uppi þegar meta á arðsemi langtímasamninga af þessum toga.


mbl.is Endurmat á samningum skilar HS Orku milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir eru ekki hættir ú r víking.

gisli (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 287314

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband