5.2.2010 | 11:35
Þriðjungur í vexti af Icesave
Samkvæmt Icesave-samningnum nemur heildarskuldbindingin um 750 milljörðum með vöxtum frá 1. janúar 2009. Ársvextir eru 5,55%.
Verði vöruskiptajöfnuður hagstæður um 10 milljarða á mánuði gerir það 120 milljarða á þessu ári.
Vaxtakostnaður vegna Icesave samningsins verður 750*5,55% = 41 milljarður á árinu. Það nemur þriðjungi vöruskiptajöfnuðarins.
-----------------------------
Formælendur Icesave samninganna bera gjarna greiðslubyrði og vexti saman við landsframleiðslu og fá þá út lágar prósentutölur. Slíkt er aðeins gert til að blekkja almenning.
Eini raunhæfi samanburðurinn í þessu máli felst í að skoða kostnaðinn sem hlutfall af þeim afgangi sem viðskipti við útlönd skilar.
Þetta er ágætt að bera saman við heimilisrekstur og velta fyrir sér hvað verður um fjölskylduna þurfi hún skyndilega að taka á sig aukakostnað sem nemur þriðjungnum af mismuni tekna og útgjalda - áður en greitt hefur verið af húsnæðislánum, bílalánum, yfirdrætti og öðrum skuldum.
![]() |
Afgangur af vöruskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú talar eins og það verði engar endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans. Fyrir liggur að þrotabúið á nú þegar yfir 165 milljarða í reiðufé - sem sitja á vöxtum uns þeir eru greiddir út til kröfuhafa. Einnig á þrotabúið ca 300 milljarða skuldabréf frá nýja Landsbankanum sem er á LIBOR/EURIBOR+175/290 bp vöxtum. Til 2016 verða engar greiðslur vegna Icesave. En þá verður eftirstandandi upphæð - höfuðstóll mínus endurheimtur plús vextir - greidd niður á 8 árum. Líkleg greiðslubyrði er þá á bilinu 35-45 milljarðar á ári, í 8 ár.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.2.2010 kl. 11:52
Vöruskiptajöfnuður er ekki það sama og viðskiptajöfnuður; í þeim síðari koma afborganir skulda okkar inn í frádráttarliðina, en íslenzka ríkið er orðið afar skuldsett, og Icesave-stjórnin neitar í meginatriðum að skera niður báknið (stjórnsýslubáknið – fjölgar t.d. nú um stundir störfum í ráðuneytunum um tugi manna!), stjórnin velur það að samþykkja fjárlög með 99 milljarða halla á þessu ári! Hvar ætlar þú að fá aukapeningana til að borga Icesave-einkaskuld Landsbankans? Taka enn meiri lán? Það er undarlegt að þú, Sjálfstæðisflokksmaður, viljir láta okkur borga það, sem við eigum ekki að borga. Með því væri verið að játa á okkur SÖK, sem við ekki berum. Þegar Einar Már Guðmundsson gerir Norðmönnum grein fyrir staðreyndum um þetta mál, skilja þeir okkur alveg, en meðan Icesave-stjórnin gerði ekkert í því að kynna okkar málstað, vorum við almennt ÞJÓFKENNDIR í Noregi, segir hann. Norðmenn séu hins vegar afar fegnir, þegar þeir átta sig á því, að þeir höfðu okkur þar fyrir rangri sök. Þú bætir ekki orðstír Íslendinga með þvi að leggja Icesave-stefnunni lið þitt, og þú bætir ekki kjör barna okkar í framtíðinni með því að láta leggja á okkur þessa lygaskuld með sínum alls ólöglegu vöxtum! Merkilegt raunar, að þú minnist ekkert hér á það og ert þó að tala um vextina! Ég vísa á greinar mínar: Enn um Icesave-vexti: Í yfirgangi sínum brjóta Bretar lög um jafnræði í EES: snuða okkur um (185 til) 270 milljarða fyrstu sjö árin! og þessa á sama vefsetri Kristinna stjórnmálasamtaka: Það skeikar hundruðum milljarða í Icesave-vaxtaútreikningum fjármálaráðherrans!
Sjá einnig þessa grein: Hvað gerist, ef Icesave-frumvarpið verður fellt?
VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA – EKKERT ICESAVE!
Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 11:59
Greiðslubyrði af Icesave verður 80 milljarðar af ári 2016 og tæplega 60 milljarðar árið 2023 samkvæmt Icesave-reikni Datamarket. Þá er miðað við 75% endurheimtu úr þrotabúi LÍ, sem er mikil bjartsýni.
Theódór Norðkvist, 5.2.2010 kl. 12:25
Ég held að Vilhjálmur misskilji þetta mál aðeins. Ég er hér að tala um þann kostnað sem fellur á landið vegna vaxta af skuldbindingunni meðan engar greiðslur hafa verið inntar af hendi og ekkert greitt úr þrotabúinu. Á meðan skipta endurheimtur úr þrotabúinu auðvitað ekki máli. Ég vek líka athygli á að ég tiltek hér aðeins vextina en engan afborgunarhlut, enda felst kostnaðurinn sem slíkur aðeins í vöxtunum.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.2.2010 kl. 13:43
... auk þessa er erfitt að sjá hvernig greiðslurnar eiga að geta orðið 35-40 milljarðar árlega. Samkvæmt útreikningum Jóns Daníelssonar sem miðast við hátt endurheimtuhlutfall úr þrotabúinu verða greiðslurnar 507 milljarðar alls. Það eru rúmir 63 milljarðar ef dreift er á átta ár.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.2.2010 kl. 13:48
Eignir þrotabúsins bera líka vexti á móti skuldinni, og nettóútkoman verður eins og ég sagði (miðað við 88% endurheimtuhlutfall skv. skilanefnd). En varðandi útreikninga Jóns Daníelssonar þá skrifaði ég bloggfærslu um þá hér með ítarlegum athugasemdum við reiknivang Jóns.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.2.2010 kl. 13:53
Eftir stendur að það ríkir alger óvissa um greiðslubyrðina, hvort sem hún verður 40 eða 80 milljarðar árlega. 10-20% skattur til erlendra nýlendukúgara ofan á allt vaxtaokrið sem hvílir á almenningi er glórulaust.
Það er líka glórulaust að ætlast til að íslenskir skattgreiðendur skrifi undir óútfyllta ávísun til Breta og Hollendinga vegna skuldar sem margir af færustu lögfræðingum landsins fullyrða að okkur beri ekki lagaleg skylda til að greiða.
Theódór Norðkvist, 5.2.2010 kl. 14:15
Ég hef ekki skoðað nákvæmlega hvernig Jón gerir ráð fyrir að greiðslur skili sér inn í þrotabúið (og svo þaðan til tryggingasjóðs). Þð er hins vegar misskilningur hjá þér Vilhjálmur að rétt sé að taka væntingar um verðbólgu inn í þessa útreikninga og fara að lækka töluna sem því nemur. Einnig er vandséð hvernig núvirða megi þessar greiðslur af einhverju viti.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.2.2010 kl. 14:36
Ertu ekki býsna valkvæmur í frásögnum þínum, Þorsteinn? Þú vitnar til mats Jóns Daníelssonar, en sleppir því alveg að geta þess, að sá sami Jón telur mögulegt, að greiðslurnar fari upp fyrir 1.000 milljarða (milljón milljónir, takk!), þ.e.a.s. ef gengi krónunnar lækkar um 30%, sem er alveg mögulegt að mati hans. Svo verða menn að treysta afar vel á skilanefndina, ef telja á 88,8% matstölu hennar um eignasafnið standast. Er nefndin verðug þess trausts? Hefur hún ábyggilegar staðreyndir að byggja á til að álykta þannig? Og ekkert hefur komið fram frá henni, sem staðfesti neitt af orðum Jóhönnu í Kastljósinu um að hlutfallið geti farið upp í 100%. Og það eru miklu fleiri hlutir í þessu sem þarf að fá á hreint ...
Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 16:22
Ég miða við þá tölu sem Jón telur líklega að öðru óbreyttu. Það er eðlilegri nálgun en að varpa fram ýktustu stærðum í hvora áttina sem er. Ef ég gerði það væri ég að velja og hafna eftir hentugleikum, en málflutningur byggður á slíku er aldrei trúverðugur. Það er vissulega rétt að forsendur geta breyst, en þá geta þær líka breyst í báðar áttir.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.2.2010 kl. 16:58
Ef harðnar á dalnum, er ekkert "ýkt" við að gera ráð fyrir möguleikanum á 30% gengisfellingu. Gengið hefur fallið miklu meira en það frá ársbyrjun 2008.
Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 20:50
Þú ættir miklu fremur að gagnrýna þá, sem gera ráð fyrir stöðugum 3% hagvexti ár eftir ár næstu 6--7 árin.
Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 20:53
Ég er ekki að gagnrýna neinn, Jón Valur, nema þá sem setja skuldbindinguna í samhengi við landsframleiðslu til að fá út lágar prósentutölur meðan eini rétti samanburðarstærðin er afgangur af viðskiptum við útlönd. Ég er sammála því að gengið gæti fallið frekar. Það gæti líka styrkst. Það merkir ekki að við vitum hvort það fellur eða styrkist. Því er rétt að fara meðalveginn varðandi það.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.2.2010 kl. 10:14
Þorsteinn, ef þú vilt gefa upphæð Icesave-skuldbindingarinnar upp sem eina krónutölu á verðlagi ársins 2010 þá er rétt að gefa sér forsendu um erlenda verðbólgu gagnvart þessu fasta verðlagi. Pund og evra munu rýrna til ársins 2024 gagnvart föstu verðlagi 2010. Athugaðu að gjaldmiðill hins fasta verðlags skiptir ekki máli, bara sú staðreynd að miðað er við fastan punkt í tíma.
Slík verðbólguforsenda (1,55% á ári að meðaltali) er hluti af leiðréttingu minni á tölu Jóns Daníelssonar, vegna þess að hann leggur saman tölur á mismunandi verðlagi. Ég er hins vegar ekki með neina núvirðingu í minni leiðréttingu. Slík núvirðing væri þó rétt ef verið er að setja fram þá fjárhæð sem eiga þyrfti í dag á vöxtum til að mæta Icesave-skuldbindingunni. Þetta er allt spurning um forsendur og nákvæmlega hvaða niðurstöðu verið er að setja fram. Þarna getur skapast ruglingur ef menn eru ekki fullkomlega skýrir í því sem þeir segja.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 7.2.2010 kl. 00:04
Mikið ertu nákvæmur í þínum verðbólguforsendum, Vilhjálmur! Þú hefur ekki leitt hugann að því eins og Pétur Blöndal alþm., að verðHJÖÐNUN gæti átt sér stað í Bretlandi – það hefur komið fyrir áður á 20. öld.
Jón Valur Jensson, 8.2.2010 kl. 01:57
Íslenska krónan mun rýrna líka, Vilhjálmur. Í svona útreikningi er langheppilegast að nota tölurnar eins og þær koma fyrir af skepnunni á verðlagi hvers árs. Ef einhverjar tölur í forsendunum hafa verið núvirtar miðað við einhverja verðbólgu er réttast að reikna þær til baka og nota þannig hráar. Spágildin sem notuð eru til samanburðar, s.s. hagvöxtur, landsframleiðsla etc. eru á verðlagi hvers árs. Þannig eru menn vanir að horfa á þetta og bæði þarflaust og ruglandi að hringla með það.
Vandinn við núvirðinguna er síðan sá að það er vonlaust verk að ná vitrænni niðurstöðu um hvaða ávöxtunarkröfu á að nota. Líklegast er að hún yrði einfaldlega sú sama og vextirnir og þá er til lítils af stað farið.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.2.2010 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.